FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 18. DESEMBER 2009

Út er komið ritið Afli erlendra ríkja við Ísland 2008 og heimsafli 2008. Í ritinu kemur meðal annars fram að afli erlendra ríkja við Ísland var tæp 52 þúsund tonn árið 2008 miðað við rúm 90 þúsund tonn 2007. Norðmenn og Færeyingar stunduðu aðallega veiðar hér við land á síðasta ári og uppistaðan í aflanum var loðna.

Heimsaflinn var rúmar 90 milljónir tonna árið 2007 og jókst um 201.000 tonn frá árinu 2006. Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2007 en Íslendingar voru í 16. sæti heimslistans.

Samhliða þessari útgáfu hafa tímaraðir yfir afla erlendra ríkja við Ísland verið uppfærðar á netinu allt aftur til ársins 1973 og heimsaflinn aftur til ársins 1950.


Afli erlendra ríkja við Ísland 2008 og heimsaflinn 2007

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.