FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 30. ÁGÚST 2011

Út er komið ritið Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2010. Þar kemur m.a. fram að afli íslenskra skipa árið 2010 var rúm 1.063 þúsund tonn, 66 þúsund tonnum minni en árið 2009. Aflaverðmæti nam tæpum 133 milljörðum króna og jókst um 15,2% frá fyrra ári, eða um 11% ef mælt er á föstu verði. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem landað var þar. Stærsti hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða 45%. Af þorskaflanum fór mest í landfrystingu og einnig stærsti hluti ýsuaflans.

Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2010 - Hagtíðindi

Talnaefni:
     Afli og verðmæti
     Ráðstöfun afla

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.