FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 19. ÁGÚST 2010

Út er komið ritið Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2009. Í ritinu kemur m.a. fram að á árinu 2009 var afli íslenskra skipa tæp 1.130 þúsund tonn, 153 þúsund tonnum minni en árið 2008. Aflaverðmæti nam rúmum 115 milljörðum króna og jókst um 16,4% frá fyrra ári, en var 2,8% minna ef mælt er á föstu verði. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem landað var þar. Stærsti hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða rúm 42%. Af þorskaflanum fór mest í landfrystingu og einnig stærsti hluti ýsuaflans.

Samhliða útgáfu ítarlegra talnaupplýsinga um afla, aflaverðmæti og ráðstöfun afla fyrir árið 2009 á neti Hagstofunnar eru áður óbirtar tímaraðir nú einnig aðgengilegar allt aftur til ársins 1992.

Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2009 - Hagtíðindi

Talnaefni:
     Afli og verðmæti
     Ráðstöfun afla

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.