Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 23. ágúst 2019 frá upprunalegri útgáfu. Textanum "til eigin vinnslu innanlands" hefur verið breytt í "til vinnslu innanlands".

Aflaverðmæti úr sjó var 11,2 milljarðar í febrúar, sem er 24,7% aukning samanborið við febrúar 2018. Verðmæti botnfiskaflans var tæpir 9,8 milljarðar og jókst um 35,4%. Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 6,9 milljörðum og jókst um 1,8 milljarða, eða 35,1% samanborið við febrúar 2018. Mikil aukning var einnig í verðmæti ýsuafla, sem nam tæpum 1,4 milljörðum samanborið við rúmar 800 milljónir í febrúar 2018. Aflaverðmæti uppsjávarafla var tæpar 850 milljónir í febrúar og var þar eingöngu um kolmunna að ræða. Verðmæti kolmunnaafla jókst mikið á milli ára en hins vegar veiddist engin loðna síðastliðinn febrúar, en verðmæti hennar nam tæpum 1,3 milljörðum í febrúar 2018. Mikil aukning var í verðmæti flatfisktegunda, var tæpar 476 milljónir samanborið við 196 milljónir í febrúar 2018.

Verðmæti afla sem seldur var til vinnslu innanlands var nærri 6,7 milljarðar. Verðmæti sjófrysts afla nam 2,2 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands var rúmir 1,9 milljarðar.

Á 12 mánaða tímabili, frá mars 2018 til febrúar 2019, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 131 milljarði króna sem er 8,8% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2018–2019
Milljónir króna Febrúar Mars-febrúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls8.962,011.177,7 24,7120.633,9131.204,0 8,8
Botnfiskur7.228,99.788,2 35,484.800,795.892,0 13,1
Þorskur 5.127,2 6.926,135,1 54.205,7 60.272,3 11,2
Ýsa 803,1 1.376,9 71,4 8.867,8 12.129,8 36,8
Ufsi 494,3 478,4 -3,2 7.218,0 8.314,115,2
Karfi 571,8 700,2 22,5 9.871,1 10.515,1 6,5
Úthafskarfi 0,0 0,0 - 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur232,5 306,5 31,8 4.304,9 4.442,0 3,2
Flatfiskafli196,1475,9 142,7 8.173,6 10.724,8 31,2
Uppsjávarafli1.508,6848,8 -43,725.224,721.891,6 -13,2
Síld0,00,0 -4.504,44.655,9 3,4
Loðna1.271,80,0 -7.879,92.750,5 -65,1
Kolmunni236,9848,8 258,4 4.314,9 6.978,3 61,7
Makríll 0,0 0,0 - 8.525,4 7.506,8 -11,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 - 0,0 0,0 -
Skel- og krabbadýraafli28,464,8128,32.434,82.695,6 10,7
Humar 0,0 0,0 - 833,6 567,5 -31,9
Rækja17,251,5 200,0 1.226,2 1.551,4 26,5
Annar skel- og krabbadýrafli11,213,3 18,5375,0576,753,8
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2018–2019
Milljónir króna Febrúar Mars-febrúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls8.962,011.177,7 24,7120.633,9131.204,0 8,8
Til vinnslu innanlands5.681,06.667,1 17,466.592,470.916,9 6,5
Á markað til vinnslu innanlands1.327,31.963,5 47,916.712,020.605,0 23,3
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,0 0,0 -68,20,5 -99,2
Í gáma til útflutnings249,7311,2 24,64.633,95.973,0 28,9
Sjófryst1.689,22.208,0 30,732.409,033.433,3 3,2
Aðrar löndunartegundir14,827,9 88,6218,4275,4 26,1

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2018–2019
Milljónir króna Febrúar Mars-febrúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls8.962,011.177,7 24,7120.633,9131.204,0 8,8
Höfuðborgarsvæði1.965,02.949,4 50,130.292,234.997,0 15,5
Vesturland729,91.096,8 50,36.704,17.809,7 16,5
Vestfirðir502,1742,547,96.175,67.300,118,2
Norðurland vestra331,4255,3 -23,06.007,08.211,3 36,7
Norðurland eystra1.226,91.483,5 20,915.820,315.376,4 -2,8
Austurland1.386,11.492,4 7,719.335,120.274,0 4,9
Suðurland787,0646,2-17,910.954,49.057,6 -17,3
Suðurnes1.771,42.172,7 22,720.466,421.798,6 6,5
Útlönd262,3339,0 29,34.878,76.379,5 30,8

Talnaefni