Aflaverðmæti úr sjó var 7,7 milljarðar í júní, sem er 1,1% aukning samanborið við júní 2018. Verðmæti botnfiskaflans nam tæpum 6,3 milljörðum og jókst um 8,3%. Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 3,8 milljörðum sem er 6,1% meira en í júní 2018. Verðmæti flatfiskafla var rúmir 1,2 milljarðar sem er 8,2% minna en í fyrra. Verðmæti skel- og krabbadýra nam 220 milljónum sem er 24% samdráttur miðað við júní 2018.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam tæpum 3,4 milljörðum. Verðmæti sjófrysts afla nam rúmum 1,9 milljörðum og verðmæti afla sem seldur var á markað til vinnslu innanlands nam rúmum 1,8 milljörðum. Á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2018 til júní 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 136 milljörðum króna, sem er 10,5% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Frétt um aflaverðmæti í júlí hefur verið flýtt til mánudagins 7. október

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2018–2019
Milljónir króna Júní Júlí-júní
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls7.635,47.723,2 1,1123.146,1136.053,9 10,5
Botnfiskur5.791,16.271,4 8,386.663,1103.456,5 19,4
Þorskur 3.581,5 3.801,16,1 55.731,1 64.535,6 15,8
Ýsa 577,7 493,7 -14,5 8.944,1 13.804,5 54,3
Ufsi 427,8 787,5 84,1 6.942,2 9.200,532,5
Karfi 655,9 715,3 9,0 10.271,3 10.967,5 6,8
Úthafskarfi 123,7 20,2 -83,7 218,8 51,3 -76,6
Annar botnfiskur424,4 453,8 6,9 4.555,5 4.897,2 7,5
Flatfiskafli1.342,21.231,7 -8,2 9.193,6 10.477,4 14,0
Uppsjávarafli211,50,0 24.745,919.854,6 -19,8
Síld0,10,0 4.503,64.655,9 3,4
Loðna0,00,0 5.891,70,0
Kolmunni211,50,0 5.883,4 7.680,7 30,5
Makríll 0,0 0,0 8.467,2 7.518,1 -11,2
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,0 0,0
Skel- og krabbadýraafli290,6220,1-24,32.543,42.265,3 -10,9
Humar 90,6 93,2 2,8 722,8 430,3 -40,5
Rækja197,9121,3 -38,7 1.387,5 1.276,6 -8,0
Annar skel- og krabbadýrafli2,15,6 162,5433,2558,428,9
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,1

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2018–2019
Milljónir króna Júní Júlí-júní
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls7.635,47.723,2 1,1123.146,1136.053,9 10,5
Til vinnslu innanlands3.606,53.389,0 -6,068.826,671.829,9 4,4
Á markað til vinnslu innanlands1.697,71.830,7 7,818.023,222.148,0 22,9
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,0 0,0 1,00,3 -63,6
Í gáma til útflutnings549,3531,6 -3,24.974,76.606,6 32,8
Sjófryst1.763,61.940,3 10,031.094,334.888,6 12,2
Aðrar löndunartegundir18,331,7 73,4226,3580,4 156,4

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2018–2019
Milljónir króna Júní Júlí-júní
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls7.635,47.723,2 1,1123.146,1136.053,9 10,5
Höfuðborgarsvæði2.732,72.557,9 -6,430.912,835.275,9 14,1
Vesturland574,7504,9 -12,17.225,87.955,5 10,1
Vestfirðir529,1905,671,16.656,17.839,217,8
Norðurland vestra476,0527,2 10,86.473,99.203,5 42,2
Norðurland eystra818,7674,3 -17,616.142,416.425,0 1,8
Austurland632,6409,8 -35,219.939,720.725,5 3,9
Suðurland344,7410,519,110.198,38.425,4 -17,4
Suðurnes945,11.155,9 22,320.375,922.897,2 12,4
Útlönd581,9577,1 -0,85.221,37.306,9 39,9

Talnaefni