Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 23. ágúst 2019 frá upprunalegri útgáfu. Textanum "til eigin vinnslu innanlands" hefur verið breytt í "til vinnslu innanlands".

Aflaverðmæti úr sjó var 10,6 milljarðar í janúar sem er 10,2% aukning samanborið við janúar 2018. Verðmæti botnfiskaflans nam 9,6 milljörðum og jókst um 35,7%. Verðmæti þorskaflans nam 5,8 milljörðum og jókst um 990 milljónir eða 20,6% samanborið við janúar 2018. Mikil aukning var í verðmæti ýsuaflans sem nam ríflega 1,9 milljarði samanborið við 950 milljónir í janúar 2018. Verðmæti uppsjávarafla var einungis 55 milljónir samanborið 1,9 milljarða í janúar 2018. Munar þar að sjálfsögðu mest um loðnuafla. Verðmæti flatfiskafla var 855 milljónir, 49,5% meiri en í janúar 2018.

Verðmæti afla sem seldur var til vinnslu innanlands nam tæpum 5 milljörðum, sem er um 47% af heildarverðmæti. Verðmæti sjófrysts afla nam 3,2 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands var tæpir 1,9 milljarðar, eða um 18% af heildarverðmæti.

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2018 til janúar 2019, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 128 milljörðum króna sem er 9,1% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2018–2019
Milljónir króna Janúar Febrúar-janúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls9.613,810.592,6 10,2117.596,6128.253,4 9,1
Botnfiskur7.117,99.657,3 35,781.421,892.631,3 13,8
Þorskur 4.818,6 5.809,420,6 52.043,5 57.774,5 11,0
Ýsa 949,9 1.916,9 101,8 8.535,3 11.555,6 35,4
Ufsi 446,0 827,4 85,5 6.863,1 8.327,521,3
Karfi 619,7 797,8 28,7 9.437,4 10.386,6 10,1
Úthafskarfi 0,0 0,0 - 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur283,7 305,8 7,8 4.209,2 4.368,1 3,8
Flatfiskafli571,6854,6 49,5 8.043,8 10.445,0 29,9
Uppsjávarafli1.908,955,0 -97,125.686,822.551,4 -12,2
Síld39,555,0 39,24.504,44.655,9 3,4
Loðna1.869,30,0 -8.578,84.022,3 -53,1
Kolmunni0,00,0 - 4.078,1 6.366,4 56,1
Makríll 0,0 0,0 - 8.525,4 7.506,8 -11,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 - 0,0 0,0 -98,3
Skel- og krabbadýraafli15,425,766,62.444,22.625,8 7,4
Humar 0,0 0,0 - 833,6 567,5 -31,9
Rækja5,70,2 -97,1 1.236,2 1.483,6 20,0
Annar skel- og krabbadýrafli9,825,6 161,9374,4574,653,5
Annar afli 0,0 0,0 - 0,0 0,0 -

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2018–2019
Milljónir króna Janúar Febrúar-janúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls9.613,810.592,6 10,2117.596,6128.253,4 9,1
Til vinnslu innanlands5.914,74.976,1 -15,965.083,569.898,2 7,4
Á markað til vinnslu innanlands1.470,51.883,9 28,116.700,219.969,8 19,6
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,0 0,0 -68,20,6 -99,2
Í gáma til útflutnings346,2465,7 34,54.474,65.911,5 32,1
Sjófryst1.871,43.254,2 73,931.044,632.211,0 3,8
Aðrar löndunartegundir10,912,7 16,4225,5262,4 16,3

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2018–2019
Milljónir króna Janúar Febrúar-janúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls9.613,810.592,6 10,2117.596,6128.253,4 9,1
Höfuðborgarsvæði2.174,33.487,8 60,429.196,634.013,7 16,5
Vesturland501,9651,3 29,86.453,07.442,8 15,3
Vestfirðir515,4712,538,26.007,57.026,217,0
Norðurland vestra416,1754,6 81,45.706,47.583,9 32,9
Norðurland eystra1.572,51.241,7 -21,015.259,515.120,8 -0,9
Austurland1.852,0531,0 -71,319.260,420.167,6 4,7
Suðurland466,9435,3-6,811.050,49.198,4 -16,8
Suðurnes1.751,32.295,3 31,119.951,521.397,3 7,2
Útlönd363,4483,1 32,94.711,26.302,7 33,8

Talnaefni