Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 137,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2012, samanborið við 127,6 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 10,3 milljarða eða 8,1% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var 81,3 milljarðar sem er 6% aukning frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 76,7 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 41,5 milljarðar sem er 12,7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti ýsu, sem nam 10,4 milljörðum, jókst um 8,4% milli ára en verðmæti karfaaflans nam 11,9 milljörðum sem er 6,3% aukning frá fyrstu tíu mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 9,1% milli ára og nam 8,0 milljörðum króna í janúar til október 2012.

Verðmæti uppsjávarafla nam um 42,3 milljörðum króna í janúar til október 2012, sem er 10,4% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti loðnu nam 13,1 milljörðum sem er 50,2% aukning samanborið við sama tímabil í fyrra og verðmæti kolmunna, sem var 2,7 milljarðar á fyrstu tíu mánuðum ársins, jókst um rúmlega 2,4 milljarða milli ára. Aflaverðmæti síldar nam 10,6 milljörðum króna í janúar til október 2012 sem er 9,3% aukning milli ára. Hins vegar dróst aflaverðmæti makríls saman um 19,2% miðað við sama tímabil í fyrra en aflaverðmæti makríls í janúar-október 2012 var 14,4 milljarðar. Nær enginn annar uppsjávarafli var veiddur á fyrstu 10 mánuðum ársins 2012. Aflaverðmæti flatfisksafla nam um 9,2 milljörðum króna, sem er 8,6% aukning frá janúar til október 2011.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 64,5 milljörðum króna og jókst um 17,4% miðað við fyrstu tíu mánuði ársins 2011. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 9,5% milli ára og nam 18,2 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam 49,7 milljörðum í janúar til október og jókst um 0,2% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 4,6 milljörðum króna, sem er 17,4% samdráttur frá árinu 2011.

Verðmæti afla janúar-október 2012      
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá

 

 

2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.107 15.076 127.648 137.935 8,1
Botnfiskur 8.980 9.779 76.661 81.252 6,0
Þorskur 4.454 4.992 36.847 41.541 12,7
Ýsa 1.137 1.076 9.565 10.373 8,4
Ufsi 888 957 7.308 7.970 9,1
Karfi 1.637 1.660 11.239 11.944 6,3
Úthafskarfi 0 0 4.028 1.979 -50,9
Annar botnfiskur 864 1.094 7.674 7.445 -3,0
Flatfisksafli 883 662 8.509 9.243 8,6
Uppsjávarafli 3.018 4.311 38.366 42.349 10,4
Síld 2.831 4.232 9.736 10.638 9,3
Loðna 48 0 8.731 13.117 50,2
Kolmunni 41 29 257 2.691 948,9
Annar uppsjávarafli 98 50 19.642 15.902 -19,0
Skel- og krabbadýraafli 219 322 2.641 3.819 44,6
Rækja 120 215 1.687 2.793 65,5
Annar skel- og krabbad.afli 100 107 953 1.026 7,6
Annar afli 6 2 1.471 1.272 -13,5

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-október 2012    
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.107 15.076 127.648 137.935 8,1
Til vinnslu innanlands 5.063 6.149 54.895 64.466 17,4
Í gáma til útflutnings 543 392 5.607 4.629 -17,4
Landað erlendis í bræðslu 0 0 145 125 -14,3
Sjófryst 5.944 6.810 49.644 49.738 0,2
Á markað til vinnslu innanlands 1.519 1.688 16.587 18.156 9,5
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 1 0 142 330 132,8
Selt úr skipi erlendis 0 0 0 0
Fiskeldi 0 0 0 0
  Aðrar löndunartegundir 37 37 629 491 -21,9

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-október 2012
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.107 15.076 127.648 137.935 8,1
Höfuðborgarsvæði 3.196 3.337 24.333 31.466 29,3
Suðurnes 2.572 2.434 21.363 22.298 4,4
Vesturland 524 512 5.968 6.746 13,0
Vestfirðir 590 826 6.480 7.557 16,6
Norðurland vestra 873 1.293 8.325 9.284 11,5
Norðurland eystra 2.076 2.024 21.058 15.996 -24,0
Austurland 1.405 1.891 18.219 21.642 18,8
Suðurland 1.329 2.308 16.151 17.892 10,8
  Útlönd 543 452 5.752 5.054 -12,1

Talnaefni