FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 01. JÚLÍ 2025

Heildarafli á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 var tæp 213 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 2% minna en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Um 7% meiri botnfiskafla var landað eða um 119 þúsund tonnum á fyrsta ársfjórðungi.

Aflaverðmæti á fyrsta ársfjórðungi jókst um 17% miðað við fyrra ár og var samtals rúmlega 47 milljarðar króna á fyrstu þrem mánuðum ársins 2025. Þar af var verðmæti botnfiskafla um 41 milljarður og jókst um 23% á milli ára.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.