FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 04. MARS 2020

Heildarafli íslenskra skipa var 1.048 þúsund tonn á árinu 2019 og fyrir vikið 211 þúsund tonnum minni en árið 2018 samkvæmt bráðabirgðatölum. Þrátt fyrir samdrátt í heildarafla jókst engu að síður aflaverðmæti á milli ára.

Aflaverðmæti fyrstu sölu var um 145 milljarðar króna á síðasta ári sem er aukning um ríflega 17 milljarða samanborið við árið 2018. Afli botnfisktegunda var tæplega 481 þúsund tonn á síðasta ári sem er álíka mikið og veiddist árið 2018. Aflaverðmæti botnfisktegunda jókst hins vegar um 23,7% á milli ára og nam ríflega 112 milljörðum árið 2019. Af botnfisktegundum var þorskur sem fyrr verðmætasta tegundin en af honum veiddust 273 þúsund tonn árið 2019 og nam verðmæti þess afla úr sjó um 70 milljörðum króna.

Aflasamdráttur á árinu 2019 skýrist nær eingöngu af minni uppsjávarafla, enda var engin loðnuveiði auk þess sem minna veiddist af kolmunna og makríl en síðastliðið ár. Ríflega 534 þúsund tonn veiddust af uppsjárvarafla samanborið við 739 þúsund tonn árið 2018. Verðmæti uppsjávartegunda nam 21,6 milljörðum á síðasta ári og dróst saman um 11,6% frá fyrr ári.

Afli og aflaverðmæti 2018–2019
Tonn/Milljónir króna Aflamagn, janúar-desember Aflaverðmæti, janúar-desember
  2018 2019 % 2018 2019 %
Samtals1.258.5511.047.515 -16,8127.937145.065 13,4
Botnfiskur480.224480.904 0,190.755112.299 23,7
Þorskur 275.017 272.977 -0,7 57.445 69.947 21,8
Ýsa 48.459 57.745 19,2 10.589 14.428 36,3
Ufsi 66.250 64.681 -2,4 7.947 10.430 31,2
Karfi 57.989 53.352 -8,0 10.208 12.102 18,5
Annar botnfiskur447.716 448.756 0,2 4.565 5.391 18,1
Flatfiskafli27.09022.185 -18,1 10.162 9.317 -8,3
Uppsjávarafli738.739534.372 -27,724.40521.578 -11,6
Síld123.905137.930 11,34.6405.905 27,3
Loðna186.3260 5.8920
Kolmunni292.949268.357 -8,4 6.366 7.181 12,8
Makríll 135.559 128.084 -5,5 7.507 8.491 13,1
Annar uppsjávarfiskur 0 1 0 0
Skel- og krabbadýraafli12.49810.050 -19,62.6151.870 -28,5
Humar 728 259 -64,4 568 267 -53,0
Rækja4.4732.920 -34,7 1.489 1.053 -29,3
Annar skel- og krabbadýrafli7.2976.872 -5,8559550 -1,5
Annar afli 0 3 0 0

Stærstur hluti aflans seldur beint til vinnslu
Stærstur hluti fiskaflans er seldur í beinni sölu útgerða til vinnslu. Árið 2019 var 75% af heildarafla seldur í beinum viðskiptum og nam verðmæti þess afla 77,5 milljörðum sem er um 53% af heildarverðmæti aflans. Verðmæti sjófrysts afla nam 37,8 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði nam 22,2 milljörðum.

Aflamagn og aflaverðmæti eftir tegund löndunar 2018–2019
  2018 2019 % 2018 2019 %
Heildarafli (tonn) Verðmæti alls (m.kr.)
Samtals1.258.5511.047.515 -16,8127.937145.065 13,4
Bein viðskipti984.339788.261 -19,970.84277.508 9,4
Á fiskmarkað92.09187.574 -4,919.55522.213 13,6
Sjófrysting154.877132.597 -14,431.48837.825-77
Í gáma til útflutnings24.74423.017 -7,05.7926.287 8,6
Aðrar löndunartegundir2.50016.065 542,72601.232 373,0
Þorskafli (tonn) Verðmæti þorskafla (m.kr.)
Samtals275.017256.094 -6,957.44565.287 13,7
Bein viðskipti195.549183.039 -6,436.53140.997 12,2
Á fiskmarkað42.43734.800 -18,010.48410.843 3,4
Sjófrysting31.13832.85268.81011.69233
Í gáma til útflutnings4.7923.882 -19,01.4401.405 -2,4
Aðrar löndunartegundir1.1021.521 38,0181349 93,0

Meðalverð botnfiskafla árið 2019 jókst um 22,8% frá fyrra ári. Meðalverð á þorski var 255 kr./kg, meðalverð ýsu var 247 kr./kg og meðalverð á karfa var 225 kr./kg. Meðalverð þorsks sem seldur var í beinum viðskiptum var 224 kr./kg, meðalverð á sjófrystum þorski var 356 kr./kg og þorskur seldur á fiskmörkuðum var 312 kr./kg.

Færri tonnum landað úr erlendum skipum
Skip skráð erlendis lönduðu um 53 þúsund tonnum á Íslandi árið 2019 sem er 59% minna en árið 2018. Það skýrist aðallega af því að engri loðnu var landað á árinu en loðna hefur verið u.þ.b. helmingur af lönduðum afla erlendra skipa síðustu ár.

Aflaverðmæti erlendra skipa var rúmlega 6,4 milljarðar króna árið 2019 sem er 34% minna en árið áður. Erlend skip lönduðu 12,3 þúsund tonnum af rækju að verðmæti 4,3 milljarðar króna. Uppistaðan í magni voru 36 þúsund tonn af kolmunna en verðmæti hans nam tæplega 1,3 milljörðum.

Árið 2019 var meirihluti landaðs afla erlendra skipa, eða 74%, seldur í beinum viðskiptum útgerðar til vinnslu. Ríflega 25% afla var landað sjófrystum til vinnslu innanlands. Undir eitt prósent af lönduðum afla erlendra skipa fór á fiskmarkaði.

Landanir erlendra skipa á Íslandi og aflaverðmæti
  2014 2015 2016 2017 2018 2019
Allar tegundirTonn 90.665 148.478 94.567 114.682 130.435 53.465
Milljónir króna 10.126 11.486 9.506 7.760 9.721 6.409
ÞorskurTonn 2.803 2.234 3.373 3.756 1.847 2.036
Milljónir króna 640 597 849 821 468 577
Annar botnfiskurTonn 2.706 1.559 1.164 808 575 585
Milljónir króna 514 304 155 103 90 115
FlatfiskarTonn 7 16 4 0 1 3
Milljónir króna 3 9 2 0 0 1
SíldTonn 0 2.791 1.759 621 0 0
Milljónir króna 0 113 118 30 0 0
Norsk-íslensk síldTonn 0 1 678 0 138 1.341
Milljónir króna 0 6 54 0 18 82
Loðna og loðnuhrognTonn 50.349 89.868 22.210 59.538 71.355 0
Milljónir króna 2.785 4.014 1.198 2.839 2.672 0
KolmunniTonn 20.512 38.991 47.985 36.138 38.341 36.157
Milljónir króna 556 1.492 1.869 756 1.045 1.263
MakríllTonn 286 935 3.715 1.290 3.116 1.062
Milljónir króna 20 40 169 38 110 58
RækjaTonn 13.994 12.067 13.680 12.531 15.058 12.283
 Milljónir króna 5.606 4.912 5.093 3.172 5.318 4.314
Bein sala (%) 82 92 89 87 88 74
Sala á fiskmarkað (%) 1 0 0 0 0 0
Sjófryst til endurvinnslu innanlands (%) 18 5 11 12 12 25

Minna flutt út en verðmæti þess meira
Tæplega 619 þúsund tonn af sjávarafurðum voru flutt út árið 2019 samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 7,8% minna en árið áður. Verðmæti útflutnings var um 260 milljarðar króna sem er 8,5% aukning frá árinu áður. Þar af var útflutningsverðmæti þorskafurða tæplega 118 milljarðar króna sem er 17% meira en árið 2018.

Af útfluttum þorski voru 53 þúsund tonn fryst, 41 þúsund tonn ísuð og 24 þúsund tonn söltuð. Útflutningsverðmæti voru mest vegna ísaðs þorsks eða tæpir 48 milljarðar króna.

Af öðrum útfluttum afurðum voru flutt út 94 þúsund tonn af makríl, mestmegnis frystum, að útflutningsverðmæti um 19 milljarða króna. Útflutt ýsa, mestmegnis fryst og ísuð, nam rúmlega 24 þúsund tonnum að andvirði 18 milljarðar. Útflutningsverðmæti karfa og ufsa voru tæpir 14 milljarðar fyrir hvora tegund.

Útflutningur og útflutningsverðmæti fimm verðmætustu tegunda 2018-2019
2018 2019
Fisktegund Afurð Tonn Milljónir
króna
(FOB)
Tonn Milljónir
króna
(FOB)
Mism.
Magn
%
Mism.
Verð
%
Allar tegundir 670.729239.815618.719260.089 -7,8 8,5
Þorskur Allir afurðaflokkar132.298100.432132.174117.521 -0,1 17,0
-Frystar afurðir52.31335.30053.04441.720 1,4 18,2
-Saltaðar afurðir24.43519.39823.73720.569 -2,9 6,0
-Ísaðar afurðir40.21639.36140.61847.939 1,0 21,8
-Hertarafurðir12.3234.84012.1475.745 -1,4 18,7
-Mjöl/lýsi2.9311.5132.4911.474 -15,0 -2,6
-Annað802013775 71,3 276,2
Ýsa Allir afurðaflokkar20.51513.86124.37518.131 18,8 30,8
Ufsi Allir afurðaflokkar32.14311.31932.36013.569 0,7 19,9
Karfi Allir afurðaflokkar45.52913.49038.03213.683 -16,5 1,4
Makríll Allir afurðaflokkar75.44613.11994.36819.031 25,1 45,1

Talnaefni
Aflaverðmæti
Útflutningur sjávarafurða
Innflutningur sjávarafurða
Magnbreyting afla metin á föstu verði

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.