FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 09. JÚNÍ 2021

Landað aflamagn á fyrsta ársfjórðungi 2021 var 239,2 þúsund tonn sem er 32% meira en á fyrsta ársfjórðungi 2020. Aukningin er komin til af um 71 þúsund tonna loðnuveiði, en engin loðna veiddist árið 2020.

Verðmæti afla við fyrstu sölu nam 43,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021 sem er 26% meira en á sama tímabili árið 2020 þegar aflaverðmæti var rúmlega 34 milljarðar króna. Loðnuveiðar skiluðu um 8 milljörðum króna. Verðmæti botnfisktegunda fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 var 32 milljarðar króna sem er 2% aukning frá fyrra ári.

Afli og aflaverðmæti á fyrsta ársfjórðungi 2020 og 2021
Tonn/Milljónir króna Aflamagn, janúar-mars Aflaverðmæti, janúar-mars
  2020 2021 % 2020 2021 %
34.30343.179
Samtals180.855239.204 3234.30343.179 26
Eftir mánuðum
janúar35.79158.998 657.45910.018 34
febrúar 51.664 76.206 48 11.987 14.833 24
mars 93.399 104.000 11 14.857 18.327 23
Eftir fisktegund
Botnfiskur124.604137.537 1031.52232.087 2
Þorskur 79.381 85.163 7 22.133 22.193 0
Ýsa 13.727 15.859 16 3.282 3.835 17
Ufsi 12.085 15.201 26 1.950 2.19012
Karfi 13.067 13.290 2 3.142 2.794 -11
Annar botnfiskur6.343 8.024 26 1.014 1.076 6
Flatfiskafli2.8915.433 88 1.185 2.025 71
Uppsjávarafli52.78595.452 811.4628.913 510
Síld1.4941.599 766101 53
Loðna070.728 -08.218 -
Kolmunni51.29023.125 -55 1.396 594 -57
Makríll 00 - 0 0 -
Annar uppsjávarafli 00 - 0 0 -
Skel- og krabbadýraafli576646 12134153 14
Humar 3 2 -23 3 3 24
Rækja 341 471 38 102 119 17
Annar skel- og krabbadýrafli232173 -2530311
Annar afli 0 136 - 0 0 -

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.