Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 90,3 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2013 samanborið við 95,7 milljarða á sama tímabili 2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um tæplega 5,4 milljarða króna eða 5,6% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 54,2 milljarðar króna og dróst saman um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti þorskafla var um 27,7 milljarðar og dróst saman um 8% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 6,8 milljörðum og dróst saman um 14,2% en verðmæti karfaaflans nam tæpum 7,9 milljörðum, sem er 8% samdráttur frá fyrstu sjö mánuðum ársins 2012. Verðmæti úthafskarfa nam 2,1 milljarði króna á fyrstu sjö mánuðum ársins og jókst um 8,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti ufsaaflans jókst um 2,5% milli ára og nam tæpum 5,3 milljörðum króna í janúar til júlí 2013.

Verðmæti uppsjávarafla nam tæpum 26,2 milljörðum króna í janúar til júlí 2013, sem er um 3% aukning frá fyrra ári. Þá aukningu má rekja til loðnuafla og kolmunnaafla. Aflaverðmæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er 19,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti kolmunna jókst um 10,1% frá fyrra ári og var um 2,8 milljarðar króna í janúar til júlí 2013. Aflaverðmæti síldar dróst saman um 61% milli ára og var 514 milljónir króna í janúar til júlí 2013. Aflaverðmæti makríls var um 6,5 milljarðar króna á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er 6,6% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti flatfisksafla nam tæpum 6 milljörðum króna, sem er 17,9% samdráttur frá janúar til júlí 2012.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 45,5 milljörðum króna og dróst saman um 3,4% miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 6,4% milli ára og nam tæpum 12,8 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 28,5 milljörðum í janúar til júlí og dróst saman um 6,7% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam tæplega 2,7 milljörðum króna, sem er 24,7% samdráttur frá árinu 2012.

Verðmæti afla janúar-júlí 2013      
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 14.468,2 13.236,4 95.711,0 90.344,5 -5,6
Botnfiskur 6.169,7 5.700,0 58.874,5 54.157,0 -8,0
Þorskur 2.875,3 2.905,2 30.091,1 27.679,1 -8,0
Ýsa 575,2 490,1 7.971,1 6.837,5 -14,2
Ufsi 979,9 869,2 5.127,9 5.257,9 2,5
Karfi 711,1 890,7 8.568,9 7.886,1 -8,0
Úthafskarfi 408,7 71,6 1.971,5 2.136,6 8,4
Annar botnfiskur 619,5 473,1 5.144,0 4.359,9 -15,2
Flatfisksafli 780,1 973,7 7.270,7 5.972,0 -17,9
Uppsjávarafli 6.934,4 6.221,0 25.420,4 26.176,4 3,0
Síld 916,9 448,6 1.317,5 513,6 -61,0
Loðna 0,0 0,0 13.117,4 15.634,9 19,2
Kolmunni 0,0 5,9 2.525,5 2.779,7 10,1
Annar uppsjávarafli 6.017,4 5.766,4 8.460,0 7.248,1 -14,3
Skel- og krabbadýraafli 550,9 329,0 2.880,3 3.338,5 15,9
Rækja 357,6 154,4 2.160,3 2.709,0 25,4
Annar skel- og krabbad.afli 193,3 174,6 720,0 629,5 -12,6
Annar afli 33,1 12,8 1.265,1 700,7 -44,6

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-júlí 2013    
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 14.468,2 13.236,4 95.711,0 90.340,3 -5,6
Til vinnslu innanlands 5.778,3 4.414,1 47.143,9 45.539,9 -3,4
Í gáma til útflutnings 409,4 337,4 3.530,7 2.658,5 -24,7
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 124,6 317,7 154,9
Sjófryst 6.763,8 6.833,1 30.591,3 28.540,4 -6,7
Á markað til vinnslu innanlands 1.447,4 1.603,6 13.645,6 12.777,0 -6,4
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 34,6 23,5 289,8 97,3 -66,4
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 0,0 0,0 0,0 0,0
  Aðrar löndunartegundir 34,7 24,7 385,0 409,4 6,4

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-júlí 2013  
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 14.468,2 13.236,4 95.711,0 90.344,5 -5,6
Höfuðborgarsvæði 3.802,0 3.573,0 21.691,2 21.356,9 -1,5
Suðurnes 1.714,2 2.030,9 15.764,6 14.064,9 -10,8
Vesturland 238,2 200,9 5.424,9 4.342,0 -20,0
Vestfirðir 861,4 764,8 5.546,1 5.620,1 1,3
Norðurland vestra 926,4 935,5 6.617,7 6.269,5 -5,3
Norðurland eystra 1.502,4 2.029,5 9.434,0 9.375,1 -0,6
Austurland 2.572,9 1.704,1 15.469,6 15.766,2 1,9
Suðurland 2.361,0 1.611,4 11.951,5 10.326,6 -13,6
  Útlönd 489,8 386,4 3.811,3 3.223,2 -15,4

Talanaefni