Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 30,2 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins samanborið við 30,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúmlega 111 milljónir króna eða 0,4% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 17 milljarðar og dróst saman um 2,0% frá sama tíma í fyrra. Verðmæti þorskafla var um 9,4 milljarðar og dróst saman um 4,7% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 2,6 milljörðum og dróst saman um 7,4% en verðmæti karfaaflans nam 2,5 milljörðum, sem er 2,3% aukning frá fyrstu tveimur mánuðum ársins 2012. Verðmæti ufsaaflans jókst um 14,5% milli ára og nam rúmlega 1,1 milljarði króna í janúar til febrúar 2013.

Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum 11,9 milljörðum króna í janúar til febrúar 2013, sem er um 7,0% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist að mestu af loðnuafla en nær enginn annar uppsjávarafli var veiddur á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Aflaverðmæti flatfisksafla nam um 1,3 milljörðum króna, sem er 31,1% samdráttur frá janúar til febrúar 2012.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 18,6 milljörðum króna og dróst saman um 1,3% miðað við fyrstu tvo mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um hálft prósent milli ára og var tæplega 3,8 milljarðar króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 6,9 milljörðum í janúar til febrúar og jókst um 7,6% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 727 milljónum króna, sem er 30,2% samdráttur frá árinu 2012.

Verðmæti afla janúar-febrúar 2013      
Milljónir króna Febrúar Janúar–febrúar Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 17.691,9 16.839,8 30.329,9 30.218,6 -0,4
Botnfiskur 9.730,8 9.089,6 17.157,5 16.819,9 -2,0
Þorskur 5.664,3 5.033,8 9.868,3 9.400,1 -4,7
Ýsa 1.416,6 1.396,7 2.781,9 2.576,5 -7,4
Ufsi 538,4 643,1 1.002,9 1.148,7 14,5
Karfi 1.540,9 1.378,6 2.456,3 2.512,5 2,3
Úthafskarfi 0,0 0,0 0,0 0,0
Annar botnfiskur 570,6 637,4 1.048,1 1.182,1 12,8
Flatfisksafli 1.262,6 728,0 1.857,0 1.279,2 -31,1
Uppsjávarafli 6.607,4 6.925,0 11.128,4 11.908,9 7,0
Síld 5,0 14,4 10,8 31,9 196,3
Loðna 6.458,7 6.910,3 10.881,2 11.875,4 9,1
Kolmunni 0,0 0,3 92,7 1,7 -98,2
Annar uppsjávarafli 143,7 0,0 143,7 0,0
Skel- og krabbadýraafli 89,0 91,0 183,1 202,1 10,4
Rækja 84,6 87,4 172,0 192,1 11,7
Annar skel- og krabbad.afli 4,4 3,6 11,1 9,9 -10,2
Annar afli 2,0 6,3 4,0 8,4 108,7

 

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-febrúar 2013    
Milljónir króna Febrúar Janúar–febrúar Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 17.691,9 16.839,8 30.329,9 30.218,6 -0,4
Til vinnslu innanlands 10.774,9 10.540,7 18.849,3 18.608,1 -1,3
Í gáma til útflutnings 597,7 306,4 1.041,0 726,8 -30,2
Landað erlendis í bræðslu 105,7 0,0 105,7 0,0
Sjófryst 4.194,0 3.888,6 6.455,4 6.947,4 7,6
Á markað til vinnslu innanlands 1.924,1 1.984,2 3.745,3 3.763,2 0,5
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 16,3 0,0 16,3 0,0
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 0,0 0,0 0,0 0,0
  Aðrar löndunartegundir 79,2 119,9 116,9 173,1 48,0

 

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-febrúar 2013
Milljónir króna Febrúar Janúar–febrúar Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 17.691,9 16.839,8 30.329,9 30.218,6 -0,4
Höfuðborgarsvæði 3.522,5 2.959,4 5.221,6 5.218,4 -0,1
Suðurnes 2.594,7 2.335,7 4.708,5 4.488,4 -4,7
Vesturland 1.290,6 874,1 2.044,3 1.425,1 -30,3
Vestfirðir 552,2 750,5 1.312,9 1.565,6 19,3
Norðurland vestra 840,9 757,6 1.467,8 1.325,4 -9,7
Norðurland eystra 1.687,6 1.803,2 3.378,1 3.630,9 7,5
Austurland 4.178,1 4.437,9 7.443,5 7.928,4 6,5
Suðurland 2.321,8 2.601,2 3.606,6 3.876,6 7,5
  Útlönd 703,5 320,1 1.146,7 759,8 -33,7

Talnaefni