FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 21. JANÚAR 2014

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 130,8 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2013 samanborið við 138,4 milljarða á sama tímabili 2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúmlega 7,5 milljarða króna eða 5,5% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 75,9 milljarðar króna og dróst saman um 6,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti þorskafla nam 38,1 milljarði og dróst saman um 8,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 9,6 milljörðum og dróst saman um 7,2% en verðmæti karfaaflans nam rúmum 11,5 milljörðum, sem er 4,1% samdráttur frá fyrstu tíu mánuðum ársins 2012. Verðmæti úthafskarfa nam 2,1 milljarði króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og jókst um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti ufsaaflans jókst um 7,9% milli ára og nam rúmum 8,6 milljörðum króna í janúar til október 2013.

Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum 41,6 milljörðum króna í janúar til október 2013, sem er um 2,1% samdráttur frá fyrra ári. Aflaverðmæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem er 19,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti kolmunna jókst um 9,6% frá fyrra ári og var tæplega 3 milljarðar króna í janúar til október 2013. Aflaverðmæti síldar dróst saman um 35,8% milli ára og var rúmlega 6,9 milljarðar króna í janúar til október 2013. Aflaverðmæti makríls var um 15,4 milljarðar króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem er 6,7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti flatfisksafla nam rúmum 8,4 milljörðum króna, sem er 9% samdráttur frá janúar til október 2012.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 61,5 milljörðum króna og dróst saman um 5,1% miðað við fyrstu tíu mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 1,7% milli ára og nam tæplega 17,9 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam tæpum 47 milljörðum í janúar til október og dróst saman um 5,5% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam tæpum 3,5 milljörðum króna, sem er 25,7% samdráttur frá árinu 2012.


Verðmæti afla janúar-október 2013      
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.434,7 13.335,4 138.387,8 130.833,9 -5,5
Botnfiskur 9.874,7 8.765,8 81.378,4 75.861,2 -6,8
Þorskur 5.070,3 4.496,0 41.617,9 38.099,1 -8,5
Ýsa 1.085,0 1.214,5 10.394,9 9.645,8 -7,2
Ufsi 957,2 1.162,6 7.973,5 8.601,7 7,9
Karfi 1.661,3 1.256,6 11.956,9 11.467,8 -4,1
Úthafskarfi 0,0 0,0 1.979,0 2.136,6 8,0
Annar botnfiskur 1.100,9 636,2 7.456,2 5.910,1 -20,7
Flatfisksafli 672,6 813,7 9.255,0 8.421,9 -9,0
Uppsjávarafli 4.480,3 3.424,3 42.521,5 41.638,6 -2,1
Síld 4.381,8 2.792,0 10.790,5 6.925,7 -35,8
Loðna 0,0 0,0 13.117,4 15.635,3 19,2
Kolmunni 38,4 20,7 2.695,5 2.952,9 9,6
Annar uppsjávarafli 60,0 611,5 15.918,1 16.124,7 1,3
Skel- og krabbadýraafli 400,3 327,1 3.948,5 4.074,4 3,2
Rækja 285,9 277,6 2.915,6 3.263,3 11,9
Annar skel- og krabbad.afli 114,4 49,4 1.032,9 811,1 -21,5
Annar afli 6,9 4,6 1.284,3 837,6 -34,8

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-október 2013    
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.434,7 13.335,4 138.387,8 130.833,9 -5,5
Til vinnslu innanlands 6.477,6 5.448,5 64.855,2 61.540,1 -5,1
Í gáma til útflutnings 400,3 140,7 4.643,8 3.450,0 -25,7
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 124,6 317,7 154,9
Sjófryst 6.794,6 5.778,2 49.735,1 46.990,2 -5,5
Á markað til vinnslu innanlands 1.693,9 1.924,2 18.189,9 17.887,5 -1,7
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 31,2 0,0 345,5 127,0 -63,3
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 0,0 0,0 0,0 0,0
  Aðrar löndunartegundir 37,3 43,9 493,4 521,4 5,7

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-október 2013
Milljónir króna Október Janúar–október Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.434,7 13.335,4 138.387,8 130.833,9 -5,5
Höfuðborgarsvæði 3.343,2 3.356,8 31.483,9 30.926,8 -1,8
Suðurnes 2.454,3 2.270,8 22.324,4 20.460,0 -8,4
Vesturland 569,7 462,3 6.804,4 5.378,1 -21,0
Vestfirðir 951,1 890,1 7.737,2 7.717,0 -0,3
Norðurland vestra 1.295,3 920,7 9.287,6 9.390,1 1,1
Norðurland eystra 2.023,7 1.965,6 16.010,3 15.757,5 -1,6
Austurland 2.041,6 1.621,4 21.795,5 21.722,9 -0,3
Suðurland 2.295,8 1.634,9 17.875,8 15.286,2 -14,5
  Útlönd 460,1 212,8 5.068,6 4.195,3 -17,2

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.