Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 101,4 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2013 samanborið við 108,4 milljarða á sama tímabili 2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúmlega 7 milljarða króna eða 6,5% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var rúmlega 57,7 milljarðar króna og dróst saman um 9,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti þorskafla var um 29,7 milljarðar og dróst saman um 8,6% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 7,3 milljörðum og dróst saman um 13,6% en verðmæti karfaaflans nam tæpum 8,4 milljörðum, sem er 8% samdráttur frá fyrstu átta mánuðum ársins 2012. Verðmæti úthafskarfa nam 2,1 milljarði króna á fyrstu átta mánuðum ársins og jókst um 8,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti ufsaaflans dróst saman um 9,1% milli ára og nam rúmum 5,5 milljörðum króna í janúar til ágúst 2013.

Verðmæti uppsjávarafla nam tæpum 33,1 milljörðum króna í janúar til ágúst 2013, sem er um 1,9% aukning frá fyrra ári. Þá aukningu má rekja til loðnuafla og kolmunnaafla. Aflaverðmæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins sem er 19,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti kolmunna jókst um 9,9% frá fyrra ári og var rúmlega 2,8 milljarðar króna í janúar til ágúst 2013. Aflaverðmæti síldar dróst saman um 37,6% milli ára og var tæplega 1,6 milljarðar króna í janúar til ágúst 2013. Aflaverðmæti makríls var um 12,3 milljarðar króna á fyrstu átta mánuðum ársins sem er 3,6% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti flatfisksafla nam rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 17% samdráttur frá janúar til ágúst 2012.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 50 milljörðum króna og dróst saman um 3,7% miðað við fyrstu átta mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 5,8% milli ára og nam rúmlega 14,1 milljarði króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 33,3 milljörðum í janúar til ágúst og dróst saman um 9,4% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam tæpum 3 milljörðum króna, sem er 22% samdráttur frá árinu 2012.

Verðmæti afla janúar-ágúst 2013      
Milljónir króna Ágúst Janúar–ágúst Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.675,9 10.873,7 108.386,8 101.339,3 -6,5
Botnfiskur 4.904,1 3.530,0 63.778,6 57.738,8 -9,5
Þorskur 2.373,7 1.972,5 32.464,7 29.682,9 -8,6
Ýsa 512,0 486,3 8.483,1 7.327,3 -13,6
Ufsi 958,8 262,2 6.086,7 5.532,3 -9,1
Karfi 557,5 507,4 9.126,4 8.394,6 -8,0
Úthafskarfi 0,0 0,0 1.971,5 2.136,6 8,4
Annar botnfiskur 502,2 301,6 5.646,2 4.665,1 -17,4
Flatfisksafli 340,1 337,6 7.610,9 6.316,6 -17,0
Uppsjávarafli 7.063,2 6.859,6 32.483,6 33.094,0 1,9
Síld 1.207,9 1.060,7 2.525,4 1.574,7 -37,6
Loðna 0,0 0,0 13.117,4 15.635,3 19,2
Kolmunni 64,6 66,6 2.590,1 2.846,3 9,9
Annar uppsjávarafli 5.790,8 5.732,2 14.250,7 13.037,7 -8,5
Skel- og krabbadýraafli 360,9 146,3 3.241,2 3.488,9 7,6
Rækja 264,8 67,1 2.425,1 2.780,5 14,7
Annar skel- og krabbad.afli 96,1 79,2 816,1 708,4 -13,2
Annar afli 7,5 0,2 1.272,6 700,9 -44,9

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-ágúst 2013    
Milljónir króna Ágúst Janúar–ágúst Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.675,9 10.873,7 108.386,8 101.335,0 -6,5
Til vinnslu innanlands 4.774,9 4.438,0 51.918,8 50.023,5 -3,7
Í gáma til útflutnings 285,8 318,1 3.816,5 2.976,6 -22,0
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 124,6 317,7 154,9
Sjófryst 6.193,6 4.736,5 36.785,0 33.340,6 -9,4
Á markað til vinnslu innanlands 1.357,9 1.348,8 15.003,4 14.137,3 -5,8
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 24,5 0,0 314,4 97,3 -69,1
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 0,0 0,0 0,0 0,0
  Aðrar löndunartegundir 39,0 32,4 424,0 442,1 4,3

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-ágúst 2013  
Milljónir króna Ágúst Janúar–ágúst Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.675,9 10.873,7 108.386,8 101.339,3 -6,5
Höfuðborgarsvæði 3.170,5 2.734,2 24.861,7 24.089,2 -3,1
Suðurnes 1.759,7 1.362,3 17.524,3 15.510,5 -11,5
Vesturland 295,5 178,9 5.720,4 4.521,6 -21,0
Vestfirðir 533,4 480,6 6.079,6 6.103,8 0,4
Norðurland vestra 606,0 433,7 7.223,7 6.707,5 -7,1
Norðurland eystra 2.207,6 1.820,6 11.641,6 11.214,8 -3,7
Austurland 2.028,6 2.043,9 17.498,2 17.822,1 1,9
Suðurland 1.740,2 1.460,3 13.691,7 11.787,3 -13,9
  Útlönd 334,3 359,2 4.145,7 3.582,5 -13,6

Talnaefni