FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 16. JÚNÍ 2014

Fiskafli í maímánuði jókst um 46% miðað við maí í fyrra. Þar vegur mest mikil aukning á veiddum kolmunna og nokkur aukning í þorskveiði, eins og taflan sýnir. Ef borin eru saman 12 mánaða tímabil hefur orðið 23% aflasamdráttur frá júní 2013 fram til maí 2014 miðað við sama tímabil árið áður.

Á föstu verðlagi varð um 9,5% samdráttur í maímánuði árið 2014 samanborið við maí 2013. Á fyrrgreindu 12 mánaða tímabili hefur magnvísitala á föstu verðlagi minnkað um 4,5% miðað við árið áður.

Fiskafli            
Maí Júní - maí
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Fiskafli á föstu verði1
Vísitala 104,0 94,2 -9,5 90,2 86,1 -4,5
Fiskafli í tonnum2
Heildarafli 89.686 130.660 46 1.393.631 1.072.745 -23
Botnfiskafli 45.674 42.632 -7 441.525 443.943 1
  Þorskur 18.847 21.086 12 220.605 239.760 9
  Ýsa 3.381 2.940 -13 43.264 42.067 -3
  Ufsi 5.595 4.708 -16 56.088 53.178 -5
  Karfi 4.651 5.375 16 56.145 61.169 9
  Annar botnfiskafli 13.200 8.523 -35 65.423 47.768 -27
Flatfiskafli 3.452 2.887 -16 23.612 23.248 -2
Uppsjávarafli 37.546 83.129 121 912.301 594.034 -35
  Síld 0 0 0 192.941 164.633 -15
  Loðna 0 0 0 463.279 111.367 -76
  Kolmunni 37.465 83.092 122 103.594 163.815 58
  Makríll 81 37 -55 152.471 154.207 1
  Annar uppsjávarfiskur 0,003 0,005 67 17 12 -27
Skel-og krabbadýraafli 3.008 2.012 -33 16.119 11.458 -29
Annar afli 0 0 0 73 62 -15

1 Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2013-2014.

2 Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.