Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 46,6 þúsund tonn sem er 57% minni afli en í janúar 2018. Aflasamdráttur skýrist af samdrætti í loðnuafla en engin loðna veiddist í janúar samanborið við 68 þúsund tonn í janúar 2018. Botnfiskafli nam tæpum 43 þúsund tonnum í janúar og jókst um 17% miðað við sama mánuð 2018. Af botnfisktegundum var aflaaukningin mest í ufsa- og ýsuafla, en þorskafli jókst einnig um 5%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2018 til janúar 2019 var rúmlega 1.198 þúsund tonn sem er samdráttur um 6% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í afla skýrist eingöngu af minni uppsjávarafla.

Afli í janúar metinn á föstu verðlagi var 10,8% minni en í janúar 2018.

Fiskafli
Janúar Febrúar-janúar
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala8778-10,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 107.654 46.629 -57 1.276.919 1.198.057 -6
Botnfiskafli 36.776 42.964 17 458.256 486.848 6
Þorskur 23.174 24.296 5 269.988 276.031 2
Ýsa 4.575 7.439 63 39.547 51.526 30
Ufsi 3.552 5.945 67 52.804 68.666 30
Karfi 3.643 3.598 -1 62.157 58.032 -7
Annar botnfiskafli 1.833 1.686 -8 33.759 32.593 -3
Flatfiskafli 1.517 1.948 28 23.392 27.580 18
Uppsjávarafli 69.248 1.346 -98 784.787 670.836 -15
Síld 1.164 1.346 16 125.434 124.075 -1
Loðna 68.084 0 - 264.916 118.249 -55
Kolmunni 0 0 - 228.927 292.952 28
Makríll 0 0 - 165.510 135.560 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 0 -
Skel-og krabbadýraafli 112 371 231 10.449 12.783 22
Annar afli 0 0 - 35 10 -72

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni