TALNAEFNI ORKUMÁL 17. SEPTEMBER 2025

Orkunotkun heimila hefur verið tiltölulega stöðug og farið hægt vaxandi undanfarin sex ár. Að meðaltali á við orkuinnihald 655 þúsund tonna af olíu á ári (ktoe). Stærstur hluti þessarar orku hefur skilað sér til heimilanna í formi hitaveitu (60%), þá jarðefnaeldsneytis (23%) og loks rafmagns (13%).

Miðað við að hitaveita, rafmagn og lífolíur teljist endurnýjanlegir orkugjafar hér á landi hefur hlutfall þessarar orku verið á bilinu 70-77% af orkunotkun á árunum 2014 til 2023. Í þessum tölum er lítil bein merkjanleg breyting þrátt fyrir fjölgun rafbíla en almennt hefur olíunotkun dregist saman frá árinu 2019.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.