FRÉTT MIÐLUN 03. JÚNÍ 2013

Árið 2010 voru útgefin hér á landi 232 hljóðrit með tónlist. Undanfarin ár hefur útgefnum hljóðritum með flutningi tónlistar lítillega fækkað frá því að fjöldi útgáfa var hæstur árið 2006, eða 281 að tölu. Með tilkomu geisladiskanna undir lok níunda áratugar síðustu aldar hljóp verulegur vöxtur í útgáfu hljóðrita. Á árinu 1995 voru ríflega tvöfalt fleiri hljóðrit gefin út hér á landi miðað við árið 1990. Hin síðari ár hefur árleg útgáfa að mestu staðið í stað. Frá því um miðjan síðasta ártug hefur útgáfa á hverja 1,000 íbúa haldist nær stöðug, eða á bilinu 0,7–0,8 hljóðrit á hverja 1.000 íbúa.

 

 

Árið 2010 skiptist hljóðritaútgáfan eftir efni þannig að þrír fjórðu hlutar útgefinna hljóðrita innihéldu dægurtónlist af ýmsu tagi. Samanlögð útgáfa sígildrar tónlistar og ljóða- og kórsöngs nam 15 af hundraði. Útgáfa annarrar tónlistar var mun umfangsminni. Hlutfallsleg skipting milli tónlistartegunda hefur verið svipuð um árabil.

 

Tölur um útgáfu tónlistar á hljóðritum eru fengnar úr Íslenskri útgáfuskrá sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn annast og tekur saman. Skráin er uppfærð reglulega og í henni birtist það efni sem til hefur náðst og skráð er í bókasafnskerfinu Gegni. Niðurstöður talningar úr grunninum eru því ekki samhljóða frá einum tíma til annars. Hér er miðað við stöðu skráningar þann 22. maí 2013.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.