Tæp 27% landsmanna á aldrinum 25-64 ára, eða 54.900 manns, sóttu símenntun á árinu 2024, tæp 24% karla og tæp 30% kvenna. Þetta eru lítið eitt hærri tölur en árið á undan. Almennt eykst þátttaka í símenntun með aukinni menntun og var hún meiri á meðal starfandi og atvinnulausra en þeirra sem voru utan vinnumarkaðar árið 2024.