FRÉTT MENNTUN 04. APRÍL 2017

Hagstofan hefur gefið út nýtt flokkunarkerfi fyrir menntunarstöðu einstaklinga, ÍSMENNT2011. Flokkunarkerfið tekur mið af alþjóðlega menntunarstaðlinum, ISCED-2011, en er að öðru leyti sniðið að þeirri menntun sem íslenskir námsmenn hafa aflað sér frá síðustu öld.

Flokkunarkerfið greinir fengna menntun í níu stig, frá 0 til 8, en sex stiganna skiptast auk þess í fleiri menntunarflokka til nánari sundurliðunar. Alls er 31 menntunarflokkur í staðlinum. Hagstofan nýtir flokkunarkerfið í rannsóknum sínum, meðal annars í launarannsókn Hagstofunnar og við flokkun menntunar í ýmsum gagnagrunnum. Öllum er heimil notkun á staðlinum.

Tafla 1. Stig menntunarstöðu í ÍSMENNT2011  
Stig Heiti Fjöldi flokka
     
0 Engin menntun eða minna en barnapróf 1
1 Barnaskólamenntun 1
2 Grunnmenntun 8
3 Framhaldsskólamenntun 8
4 Viðbótarstig 5
5 Háskólamenntun, stutt nám 2
6 Háskólamenntun, bakkalárgráða 3
7 Háskólamenntun, meistaragráða 2
8 Doktorsmenntun 1
9 Óþekkt* -
*Ekki sérstakt stig, en haft með til hægðarauka við flokkun menntunarstöðu.  

ÍSMENNT2011: Flokkun menntunarstöðu — Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang menntamal@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.