FRÉTT MENNTUN 15. MAÍ 2008

Út er komið hefti í ritröðinni Hagtíðindi um börn í leikskólum í desember 2007.

Í desember 2007 sóttu 17.446 börn leikskóla á Íslandi. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 230 frá fyrra ári eða um 1,3%. Starfandi leikskólar voru 270 talsins og hafði fjölgað um þrjá frá árinu áður. Alls sóttu rúmlega 2.300 börn nám í 36 einkareknum leikskólum. Alls voru 25 leikskólar opnir allt árið 2007 en 245 lokuðu vegna sumarleyfa. Í desember 2007 sótti tæplega þriðjungur eins árs barna leikskóla og um 91% tveggja ára barna. Viðverutími barna á leikskólum heldur áfram að lengjast og dvelja nú um 86% allra barna í leikskólanum í 7 stundir eða lengur daglega. Börn sem njóta sérstaks stuðnings eru tæplega 1.200 talsins og hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast frá fyrstu mælingum Hagstofunnar. Börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku fjölgar og eru nú 1.571 talsins, 9% allra leikskólabarna. Þá fjölgar einnig börnum með erlent ríkisfang og eru þau nú 367, flest frá Austur-Evrópu.

Börn í leikskólum í desember 2007 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.