Hinn 1. janúar síðastliðinn voru fullorðin sóknarbörn í Þjóðkirkjunni (18 ára og eldri) 183.697 eða 77,2% mannfjöldans. Fyrir ári síðan voru fullorðnir félagsmenn Þjóðkirkjunnar 3.000 fleiri og hlutfallið 78,8% af mannfjöldanum. Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 6.366 félagsmenn 18 ára og eldri. Utan trúfélaga voru 11.868 fullorðnir einstaklingar skráðir 1. janúar 2011, en 14.846 voru í óskráðu trúfélagi eða með ótilgreinda trúfélagsaðild.

Tafla 1. Fjöldi 18 ára og eldri eftir trúfélögum 2010 og 2011
    2010 2011
    Fjöldi % Fjöldi %
Alls 236.948 100,0 238.035 100,0
Þjóðkirkjan 186.697 78,8 183.697 77,2
Fríkirkjur 11.832 5,0 12.500 5,3
Fríkirkjan í Reykjavík 6.026 2,5 6.366 2,7
Fríkirkjan í Hafnarfirði 3.632 1,5 3.847 1,6
Óháði söfnuðurinn 2.174 0,9 2.287 1,0
Önnur skráð trúfélög 14.254 6,0 15.124 6,4
Kaþólska kirkjan 6.559 2,8 6.905 2,9
Hvítasunnukirkjan á Íslandi 1.626 0,7 1.608 0,7
Ásatrúarfélagið 1.266 0,5 1.532 0,6
Önnur skráð trúfélög 4.803 2,0 5.079 2,1
Önnur trúfélög og ótilgreint 15.682 6,6 14.846 6,2
Utan trúfélaga 8.483 3,6 11.868 5,0

Breytingar á trúfélagsaðild
Alls voru 6.810 breytingar á trúfélagsaðild skráðar árið 2010. Flestir skráðu sig úr Þjóðkirkjunni, alls 5.092. Það eru rúmlega helmingi fleiri en skráðu sig úr Þjóðkirkjunni árið 2009 (1.982). Flestir þeirra létu skrá sig utan trúfélaga, 3.619, en allnokkrir í einhvern fríkirkjusafnaðanna þriggja (960). Flestar nýskráningar voru utan trúfélaga árið 2010, alls 3.855. Af trúfélögum voru flestar nýskráningar í Kaþólsku kirkjuna (653). Flestir þeirra voru áður í óskráðu trúfélagi eða ótilgreindu (617).

Tafla 2.  Trúfélagsbreytingar 2010              
Nýtt trúfélag
Önnur  Önnur 
Þjóð- Frí- Kaþólska skráð trúfélög Utan
Fyrra trúfélag Alls kirkjan kirkjur  kirkjan  trúfélög  og ótilgreint trúfélaga
Alls 6.810 206 1.103 653 981 12 3.855
Þjóðkirkjan 5.092 . 960 28 482 3 3.619
Fríkirkjur 202 53 22 2 29 0 96
Kaþólska kirkjan 69 29 5 . 8 1 26
Önnur skráð trúfélög 354 52 35 4 178 6 79
Önnur trúfélög og ótilgreint 943 44 38 617 209 . 35
Utan trúfélaga 150 28 43 2 75 2 0
Skýring: Allar breytingar á trúfélagsskráningu, óháð aldri.

Skráðum trúfélögum hefur fjölgað um 22 frá 1990
Skráðum trúfélögum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. Skráð trúfélög utan Þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 32 en voru 10 árið 1990. Fimm ný trúfélög voru skráð árið 2010, Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists, Catch The Fire (CTF), Vonarhöfn, Himinn á jörðu og Bænahúsið.

Talnaefni