FRÉTT MANNTAL 29. JANÚAR 2021

Tekin hefur verið í notkun ný vefsíða á vef Hagstofu Íslands sem gerir notendum kleift að nálgast margvíslegt efni um manntalið og húsnæðistalið 2021.

Manntal 2021

Manntalið og húsnæðistalið 2021 verður byggt á upplýsingum um landsmenn og húsnæði þeirra sem þegar liggja fyrir í stjórnkerfinu og hjá opinberum stofnunum. Það mun veita upplýsingar um íbúafjölda, menntun, atvinnuþátttöku, fjölskyldur og heimili en einnig um húsnæði og húsnæðisaðstæður landsmanna, fjölda íbúða, sumarhúsa og íbúðarhúsnæði sem stendur autt á manntalsdegi.

Öll lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins styðjast við sömu viðmiðunarreglur þannig að auðvelt verður að bera saman manntölin í þessum löndum.

Vefsíða um manntalið 2021

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1030 , netfang mannfjoldi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.