FRÉTT MANNFJÖLDI 15. JANÚAR 2007

Samkvæmt breytingaskrá þjóðskrár fengu 844 landsmanna íslenskt ríkisfang árið 2006. Einstaklingum sem fengið hafa íslenskt ríkisfang hefur fjölgað ört á síðustu árum. Mest fjölgunin varð milli áranna 2003 og 2004 en þá fjölgaði einstaklingum sem öðluðust íslenskt ríkisfang úr 463 í 671.

Flestir einstaklingar sem hlutu íslenskt ríkisfang á árinu 2006 höfðu áður ríkisfang í Póllandi (222). Pólverjar hafa allt frá árinu 2003 verið fjölmennasti hópur þeirra sem fengu íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hefur einstaklingum sem áður höfðu ríkisfang í einhverju af ríkjum fyrrum Júgóslavíu fjölgað mjög í hópi þeirra sem fengið hafa íslenskt ríkisfang. Á síðasta ári voru þeir 89 og voru langflestir þeirra frá Serbíu og Svartfjallalandi (samtals 79). Aðrir fjölmennir hópar höfðu áður ríkisfang á Filippseyjum (105) og á Taílandi (54).

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.