Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi um mannfjöldaþróun árið 2010. Þar kemur m.a. fram að hinn 1. janúar síðastliðinn var íbúafjöldi á Íslandi 318.452. Íbúum landsins hafði þá fjölgað um 0,3% frá sama tíma ári áður eða um 822 einstaklinga. Á árinu fæddust 4.907 börn en 2.017 manns létust á árinu. Fæddir umfram dána voru því 2.890. Á árinu 2010 fluttu 7.759 einstaklingar til útlanda en 5.625 fluttu til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 2.134.

Hinn 1. janúar 2011 áttu 42.230 einstaklingar (13,3% landsmanna) annað foreldri eða báða af erlendu bergi. Af þeim áttu 28.275 einstaklingar báða foreldra af erlendu bergi, en þeim hópi tilheyra innflytjendur og önnur kynslóð innflytjenda. Samtals voru innflytjendur og önnur kynslóð innflytjenda 8,9% landsmanna í ársbyrjun 2011.

Mannfjöldaþróun 2010 - Hagtíðindi