FRÉTT MANNFJÖLDI 26. JANÚAR 2010

Komið er út nýtt hefti Hagtíðinda og er efni þess rannsókn á fjölda og dánarorsökum þeirra sem létust á Íslandi en áttu lögheimili erlendis árin 1999-2008.

Á árunum 1999–2008 létust 129 einstaklingar á Íslandi sem áttu lögheimili erlendis. Tæplega helmingur þeirra var erlendir ferðamenn, alls 50. Í loft- eða landhelgi dó 21 og sami fjöldi einstaklinga á utangarðsskrá Þjóðskrár. Þar að auki létust 19 íslenskir ríkisborgarar sem áttu lögheimili erlendis og 18 aðrir og óþekktir.

Flestir þeirra sem dóu á Íslandi án þess að eiga hér lögheimili létust af ytri orsökum, alls 58. Hlutfall látinna af þeim orsökum var lægst meðal íslenskra ríkisborgara búsettra erlendis en hæst í hópi þeirra sem voru á utangarðsskrá Þjóðskrár. Þessar upplýsingar hefur Hagstofa Íslands ekki áður birt.

 

Látnir með lögheimili erlendis 1999-2008 - Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.