FRÉTT LÍFSKJÖR 12. SEPTEMBER 2022

Árið 2021 var hlutfall barna sem bjó á heimilum undir lágtekjumörkum hærra en hlutfall allra landsmanna sem bjuggu við sömu aðstæður eða 13,1% samanborið við 8,9%. Sama ár var hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði 4,2% samanborið við 3,7% allra landsmanna. Árið 2020 var Ísland með lægsta hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði í Evrópu.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur fram í nýjustu útgáfu Hagtíðinda en þar er fjallað um lágtekjumörk og skort á efnislegum gæðum á meðal barna á Íslandi eftir ýmsum bakgrunnsbreytum.

Munur er á hópum þegar niðurstöður eru greindar eftir búsetu. Árið 2021 voru 12,2% barna á höfuðborgarsvæðinu undir lágtekjumörkum samanborið við 15,8% barna utan höfuðborgarsvæðisins. Þá var hlutfall barna sem skortir efnisleg gæði margfalt hærra á meðal barna sem bjuggu utan höfuðborgarsvæðisins heldur en á meðal barna á höfuðborgarsvæðinu eða 8,6% samanborið við 1,9%.

Um gögnin
Niðurstöðurnar eru unnar úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Tölur áranna 2019-2021 eru bráðabirgðatölur

Félagsvísar: Lágtekjumörk og skortur á efnislegum gæðum á meðal barna á Íslandi — Hagtíðindi

Talnaefni
Lágtekjuhlutfall
Efnislegur skortur

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1281 , netfang thordis.b.borgarsdottir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.