Laun hækkuðu um 0,7% frá fyrri ársfjórðungi
Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,7% hærri á fjórða ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,8% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,5% að meðaltali. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,0%, þar af 6,4% á almennum vinnumarkaði og um 1,9% hjá opinberum starfsmönnum.

Laun á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt og atvinnugrein
Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun sérfræðinga mest eða um 1,1% en laun iðnaðarmanna og verkafólks hækkuðu að meðaltali um 0,6% á sama tímabili. Frá fyrra ári hækkuðu laun sérfræðinga einnig mest eða um 7,3% en laun iðnaðarmanna hækkuðu um 5,1% á sama tímabili.

Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun launa í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum 1,3% en á sama tíma lækkuðu laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð  um 0,7%. Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun mest í samgöngum og flutningum um 8,1% en minnst í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð um 3,4%.

Breytingar vísitölu launa helstu launaþegahópa 2006-2010
Alls Starfsmenn á almennum vinnumarkaði Opinberir starfsmenn
Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting
frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra
  ársfj., % ári, % ársfj., % ári, % ársfj., % ári, %
2006
1. ársfj. 4,2 9,7 4,1 9,3 4,5 10,6
2. ársfj. 1,7 9,4 1,4 8,9 2,4 10,6
3. ársfj. 3,0 11,0 3,6 11,4 1,7 10,1
4. ársfj. 1,8 11,2 1,9 11,5 1,4 10,3
Meðaltal . 10,3 . 10,3 . 10,4
2007
1. ársfj. 4,1 11 4,2 11,7 3,7 9,5
2. ársfj. 1,4 10,6 1,5 11,7 1,1 8,1
3. ársfj. 1,3 8,8 1,5 9,4 1,0 7,4
4. ársfj. 1,5 8,4 1,8 9,2 0,8 6,7
Meðaltal . 9,7 . 10,4 . 7,9
2008
1. ársfj. 2,8 7,1 2,6 7,5 3,1 6,1
2. ársfj. 2,6 8,5 3,1 9,2 1,6 6,7
3. ársfj. 2,2 9,4 1,1 8,9 4,8 10,7
4. ársfj. 0,4 8,3 -0,5 6,4 2,7 12,7
Meðaltal . 8,3 . 8,0 . 9,0
2009
1. ársfj. 0,8 6,2 0,3 4,1 1,8 11,3
2. ársfj. 0,2 3,6 0,2 1,2 0 9,5
3. ársfj. 0,7 2,1 0,8 0,8 0,4 4,9
4. ársfj. 1,6 3,2 1,9 3,4 0,8 3
Meðaltal . 3,8 . 2,4 . 7,1
2010
1. ársfj. 1,0 3,5 1,3 4,4 0,3 1,4
2. ársfj. 1,2 4,6 1,5 5,7 0,4 1,9
3. ársfj. 2,0 5,9 2,6 7,6 0,7 2,2
4. ársfj. 0,7 5,0 0,8 6,4 0,5 1,9
Meðaltal . 4,7 . 6,0 . 1,9

Talnaefni