FRÉTT LAUN OG TEKJUR 08. SEPTEMBER 2010


Laun hækkuðu um 1,2% frá fyrri ársfjórðungi
Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 1,2% hærri á öðrum ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,5% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,4% að meðaltali.  Frá fyrra ári hækkuðu laun um 4,6%, þar af 5,7% á almennum vinnumarkaði og um 1,9% hjá opinberum starfsmönnum.


 

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks mest eða um 1,9% en laun iðnaðarmanna og verkafólks minnst eða um 1,2%.  Frá fyrra ári hækkuðu laun á bilinu 4,5% til 7,4%, mest hækkuðu laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks en stjórnenda minnst.

Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun launa í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum 1,9% en laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 1,0%. Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun mest í samgöngum og flutningum 7,8 % en minnst í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð um 3,6%.
 
Kjarasamningar sem komu til framkvæmda á tímabilinu
Samkvæmt kjarasamningum á milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og samkomulags um breytingar þeirra og framlengingu, sem undirritað var 25. júní 2009, hækkuðu launataxtar um kr. 6.500 eða að lágmarki um 2,5% frá 1. júní sl.
Samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd banka og sparisjóða, hækkuðu laun félagsmanna um kr. 14.000 þann 1. júní sl. eða að lágmarki um 2,5%.

Samkvæmt samkomulagi um framlengingu og breytingar á kjarasamningum, sem Launanefnd sveitarfélaganna gerði við 33 stéttarfélög innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband Íslands þann 8. júlí 2009, hækkuðu lægstu virku launaflokkar um kr. 6.500 þann 1. júní sl. Sambærilegt samkomulag var gert á milli Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og hluta af aðildarfélögum BSRB og við aðildarfélög ASÍ.


Breytingar vísitölu launa helstu launaþegahópa 2006-2010
     

Starfsmenn á almennum

   
Alls  vinnumarkaði Opinberir starfsmenn
Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting
frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra
  ársfj., % ári, % ársfj., % ári, % ársfj., % ári, %
2006
1. ársfj. 4,2 9,7 4,1 9,3 4,5 10,6
2. ársfj. 1,7 9,4 1,4 8,9 2,4 10,6
3. ársfj. 3,0 11,0 3,6 11,4 1,7 10,1
4. ársfj. 1,8 11,2 1,9 11,5 1,4 10,3
Meðaltal . 10,3 . 10,3 . 10,4
2007
1. ársfj. 4,1 11 4,2 11,7 3,7 9,5
2. ársfj. 1,4 10,6 1,5 11,7 1,1 8,1
3. ársfj. 1,3 8,8 1,5 9,4 1,0 7,4
4. ársfj. 1,5 8,4 1,8 9,2 0,8 6,7
Meðaltal . 9,7 . 10,4 . 7,9
2008
1. ársfj. 2,8 7,1 2,6 7,5 3,1 6,1
2. ársfj. 2,6 8,5 3,1 9,2 1,6 6,7
3. ársfj. 2,2 9,4 1,1 8,9 4,8 10,7
4. ársfj. 0,4 8,3 -0,5 6,4 2,7 12,7
Meðaltal . 8,3 . 8,0 . 9,0
2009
1. ársfj. 0,8 6,2 0,3 4,1 1,8 11,3
2. ársfj. 0,2 3,6 0,2 1,2 0 9,5
3. ársfj. 0,7 2,1 0,8 0,8 0,4 4,9
4. ársfj. 1,6 3,2 1,9 3,4 0,8 3
Meðaltal . 3,8 . 2,4 . 7,1
2010
1. ársfj. 1,0 3,5 1,3 4,4 0,3 1,4
2. ársfj. 1,2 4,6 1,5 5,7 0,4 1,9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.