FRÉTT LAUN OG TEKJUR 08. SEPTEMBER 2009


Laun hækkuðu um 0,15% frá fyrri ársfjórðungi
Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,15% hærri á öðrum ársfjórðungi 2009 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,23% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna lækkuðu um 0,04%.  Frá fyrra ári hækkuðu laun um 3,6%, þar af um 1,2% á almennum vinnumarkaði og um 9,5% hjá opinberum starfsmönnum.

Laun stjórnenda lækkuðu um 3,3% frá fyrra ári
Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun verkafólks mest eða um 0,5% en laun iðnaðarmanna lækkuðu á sama tímabili um 0,2%. Frá fyrra ári hækkuðu laun skrifstofufólks mest eða um 4,4% en laun stjórnenda lækkuðu hins vegar um 3,3% á sama tímabili.

Laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð lækka frá fyrri ársfjórðungi
Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun launa í iðnaði 0,5%. Á sama tímabili lækkuðu laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 1,1%. Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun mest í iðnaði um 3,4 % en laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum lækkuðu um 1,3% á sama tímabili.

Breytingar vísitölu launa helstu launaþegahópa 2006-2009
Starfsmenn á almennum

Alls

 vinnumarkaði Opinberir starfsmenn
Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting
frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra
  ársfj., % ári, % ársfj., % ári, % ársfj., % ári, %
2006
1. ársfj. 4,2 9,7 4,1 9,3 4,5 10,6
2. ársfj. 1,7 9,4 1,4 8,9 2,4 10,6
3. ársfj. 3,0 11,0 3,6 11,4 1,7 10,1
4. ársfj. 1,8 11,2 1,9 11,5 1,4 10,3
Meðaltal . 10,3 . 10,3 . 10,4
2007
1. ársfj. 4,1 11,0 4,2 11,7 3,7 9,5
2. ársfj. 1,4 10,6 1,5 11,7 1,1 8,1
3. ársfj. 1,3 8,8 1,5 9,4 1,0 7,4
4. ársfj. 1,5 8,4 1,8 9,2 0,8 6,7
Meðaltal . 9,7 . 10,4 . 7,9
2008
1. ársfj. 2,8 7,1 2,6 7,5 3,1 6,1
2. ársfj. 2,6 8,5 3,1 9,2 1,6 6,7
3. ársfj. 2,2 9,4 1,1 8,9 4,8 10,7
4. ársfj. 0,4 8,3 -0,5 6,4 2,7 12,7
Meðaltal . 8,3 . 8,0 . 9,0
2009
1. ársfj. 0,8 6,2 0,3 4,1 1,8 11,3
2. ársfj. 0,2 3,6 0,2 1,2 0,0 9,5

Kjarasamningar sem komu til framkvæmda á tímabilinu
Samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 10. mars 2009 lækkuðu regluleg heildarlaun dómara um 5-15% frá 15. mars 2009.

Í samkomulagi Félags prófessora við ríkisháskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, sem undirritað var þann 26. september 2008, var kveðið á um greiðslu sérstaks álags vegna gildistöku nýrra háskólalaga.  Ákvæði samkomulagsins gilti frá 1. september  2008 til 31. mars 2009, en frá þeim tíma féllu fyrrgreindar álagsgreiðslur niður.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.