FRÉTT LAUN OG TEKJUR 05. MARS 2008

Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Laun, tekjur og vinnumarkaður þar sem birtar eru niðurstöður vísitölu launa árið 2007. Í heftinu er fjallað um vísitölu launa og gerð grein fyrir þróun hennar á árinu 2007. Vísitala launa endurspeglar þróun reglulegra launa á almennum og opinberum vinnumarkaði og er gefin út ársfjórðungslega. Birtar eru niðurstöður eftir atvinnugrein og starfsstétt á almennum vinnumarkaði en heildarvísitala opinberra starfsmanna.

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu  um 10,4% að meðaltali á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt vísitölu launa. Laun skrifstofufólks hækkuðu mest á tímabilinu eða um 12,7% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, um 8,7%. Mest hækkuðu laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (J) á tímabilinu eða um 14,8% en minnst var hækkun í iðnaði (D), 8,9%. Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 7,9% á sama tímabili.

Vísitala launa 2007 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.