TALNAEFNI LAUN OG TEKJUR 05. DESEMBER 2025

Staðgreiðsluskyld launasumma í október 2025 hækkaði um 6,5% á milli ára. Launasumma í október var um 179,6 milljarðar króna. Fjöldi einstaklinga var um 212.100 og fjöldi launagreiðanda um 22.400. Greiðslur eru ekki verðlagsleiðréttar.

Athygli er vakin á því að um er að ræða bráðabirgðatölur þar sem mánaðarlegar uppfærslur á staðgreiðsluskrá ná jafnan nokkra mánuði aftur í tímann. Jafnframt eru aðferðir við framleiðslu hagtalna úr staðgreiðslugögnum í stöðugri endurskoðun og gæti bætt verklag haft minniháttar áhrif á niðurstöður.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.