Staðgreiðsluskyld launasumma í febrúar hækkaði um 7,7% á milli ára. Hækkun á milli mánaða frá janúar til febrúar 2025 var 1,6%. Launasumma í febrúar var um 169,6 milljarðar króna. Fjöldi einstaklinga var um 204.500 og fjöldi launagreiðanda um 21.400. Vakin er athygli á því að greiðslur eru ekki verðlagsleiðréttar.