FRÉTT LAUN OG TEKJUR 23. APRÍL 2013

Launavísitala í mars 2013 er 455,3 stig og hækkaði um 1,3% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,5%.

Launavísitala 2012-2013
Desember 1988=100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Vísitala launa- mánaðar Breyting frá fyrri mánuði, %
Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
 
2012
Mars 431,7 1,1 13,6 9,4 12,1
Apríl 431,4 -0,1 13,2 7,7 11,9
Maí 432,9 0,4 5,5 7,8 11,0
Júní 433,1 0,0 1,3 7,3 6,9
Júlí 433,5 0,1 2,0 7,5 6,0
Ágúst 433,7 0,1 0,7 3,1 5,9
September 436,3 0,6 3,0 2,1 5,7
Október 436,8 0,1 3,1 2,5 5,1
Nóvember 437,7 0,2 3,7 2,2 5,0
Desember 437,7 0,0 1,3 2,1 4,7
2013
Janúar 439,2 0,3 2,2 2,6 5,0
Febrúar 449,4 2,3 11,1 7,4 5,2
Mars 455,3 1,3 17,1 8,9 5,5
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við regluleg laun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.

Kaupmáttur launa hefur hækkað um 1,1% frá fyrri mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í mars er 113,7 stig og hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,5%.

 

Kjarasamningar á tímabilinu
Í launavísitölu marsmánaðar gætir áhrifa hækkana sem kveðið var á um í kjarasamningum milli fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, við stærstu stéttarfélög opinberra starfsmanna sem undirritaðir voru í júní 2011.  Í þeim var kveðið á um almenna hækkun launataxta um 3,25% í mars 2013.

Þá gætir einnig áhrifa hækkana sem kveðið var á um í kjarasamningum milli Sambands íslenskra sveitarfélaga við stærstu stéttarfélög opinberra starfsmanna sem undirritaðir voru í maí 2011. Í samningunum var kveðið á um hækkanir á launatöflum, frá 1. mars 2013.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.