FRÉTT LAUN OG TEKJUR 23. JANÚAR 2007

Launavísitala í desember 2006 er 300,8 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Lækkun vísitölunnar skýrist af því að í útreikningi gætir ekki lengur áhrifa eingreiðslu á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005 og kom til hækkunar launavísitölu í desember sama ár.

Eingreiðsluna má rekja til samkomulags Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins frá 15. nóvember 2005 um að hámarki 26 þúsund króna eingreiðslu í tengslum við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8%.

Launavísitala fyrir helstu launþegahópa á fjórða ársfjórðungi 2006 er 159,8 stig og hækkaði um 1,3% frá fyrri ársfjórðungi. Sambærileg vísitala fyrir opinbera starfsmenn og bankamenn er 162,4 stig og hækkaði um 1,5%. Vísitala fyrir almennan markað er 158,0 stig og hækkaði um 1,1%.


Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í febrúar 2006 er 6.580 stig.

Launavísitala 2005-2006
Des. 1988 = 100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Vísitala launa- mánaðar Breyting frá fyrra mánuði, %
Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
 
2005
Desember 273,9 0,6 6,2 5,2 7,2
Meðaltal 267,2 . . . 6,8
2006
Janúar 282,8 3,3 19,3 11,3 8,3
Febrúar 284,4 0,6 19,0 11,9 8,6
Mars 285,4 0,3 17,9 11,9 8,6
Apríl 286,4 0,4 5,2 12,0 8,4
Maí 289,1 0,9 6,8 12,7 8,7
Júní 290,4 0,4 7,2 12,4 8,8
Júlí 295,4 1,7 13,2 9,1 10,2
Ágúst 297,4 0,7 12,0 9,4 10,6
September 298,9 0,5 12,2 9,7 10,8
Október 300,4 0,5 6,9 10,0 11,0
Nóvember 301,0 0,2 4,9 8,4 10,5
Desember 300,8 -0,1 2,6 7,3 9,8
Meðaltal 292,7 . . . 9,5
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.