FRÉTT LAUN OG TEKJUR 24. MARS 2014

Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7% milli áranna 2012 og 2013 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa. Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 6,1% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 4,9%. Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 5,1% en laun starfsmanna sveitarfélaga um 4,7%.

Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun skrifstofufólks mest á milli ára eða um 7,5% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst eða um 5,3%. Á sama tímabili var hækkun launa eftir atvinnugreinum á bilinu 5,5% til 7,1%. Mest hækkuðu laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum en minnst í iðnaði.

Þessar niðurstöður má finna í nýju hefti Hagtíðinda um vísitölu launa 2013. Þar er fjallað um vísitölu launa og gerð grein fyrir þróun hennar. Vísitala launa endurspeglar þróun reglulegra launa og er gefin út ársfjórðungslega. Birtar eru niðurstöður eftir atvinnugrein og starfsstétt á almennum vinnumarkaði en eftir stjórnsýslustigi fyrir opinbera starfsmenn.

Vísitala launa 2013 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.