Hagstofa Íslands gefur út frétt og birtir í talnaefni sínu aukið niðurbrot á ársfjórðungslegri vísitölu launa eftir helstu launþegahópum þann 2. september næstkomandi. Birt verður launaþróun opinberra starfsmanna eftir stjórnsýslustigi og nær tímaröðin aftur til ársins 2005. Þessi útgáfa er viðbót við áður auglýsta birtingaráætlun Hagstofunnar.

Sjá reglur um birtingar Hagstofu Íslands.