Vegna sumarleyfa hefur Hagstofa Íslands ákveðið að færa birtingu mánaðarlegrar launavísitölu í júní og greiðslujöfnunarvísitölu í ágúst fram um einn dag. Báðar þessar birtingar voru áætlaðar fimmtudaginn 22. júlí en verða þess í stað miðvikudaginn 21. júlí.
Sjá reglur um birtingaráætlun Hagstofu Íslands.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.