FRÉTT LANDBÚNAÐUR 18. DESEMBER 2018

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir árið 2017 var 62,8 milljarður á grunnverði þ.e. að meðtöldum vörustyrkjum en frátöldum vörusköttum1 og lækkaði um 0,5% frá fyrra ári. Virði afurða búfjárræktar var 42,0 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 11,6 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar eru rúmir 16,7 milljarðar og þar af vörutengdir styrkir og skattar 604 milljónir króna2. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er 40,3 milljarðar árið 2017 og lækkaði um 0,8% frá fyrra ári.

Lækkun á framleiðsluvirði árið 2017 má rekja til 5,1% lækkunar á verði, en á móti kemur 4,9% magnaukning. Notkun aðfanga eykst um 1,9% að magni, en verð aðfanga lækkaði um 2,7%.

Afkoma landbúnaðarins 2015-2017
Á verðlagi hvers árs, millj.kr. 2015 2016 2017 Breyting milli 2016/2017, %
Virði afurða nytjaplönturæktar 17.023 16.121 16.691 3,5
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt 295 118 604 411,9
Virði afurða búfjárræktar 43.807 42.538 42.039 -1,2
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt 10.336 10.574 11.598 9,7
Tekjur af landbúnaðarþjónustu 316 334 293 -12,3
Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi 3.425 4.084 3.749 -8,2
Heildarframleiðsluvirði 64.571 63.077 62.772 -0,5
Kostnaður við aðfanganotkun 41.425 40.674 40.342 -0,8
Vergt vinnsluvirði 23.146 22.403 22.430 0,1
Afskriftir fastafjármuna 5.468 5.554 6.275 13,0
Hreint vinnsluvirði 17.678 16.849 16.154 -4,1
Aðrir framleiðslustyrkir 195 186 205 10,2
Aðrir framleiðsluskattar 0 0 0 ..
Þáttatekjur 17.873 17.035 16.359 -4,0
Launakostnaður 4.855 6.186 6.511 5,3
Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur 13.018 10.849 9.848 -9,2
Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga) 154 235 169 -28,1
Fjármagnsgjöld 3.652 4.469 4.303 -3,7
Fjáreignatekjur 76 184 198 7,6
Tekjur af atvinnurekstri 9.287 6.329 5.574 -11,9

1Vörutengdir styrkir eru s.s. beingreiðslur.
2Hækkunin í vörutengdum styrkjum og sköttum af nytjaplönturækt og afurðum búfjárræktar skýrist vegna þess að búnaðargjald er ekki lagt á frá og með tekjuári 2017.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.