Kjötframleiðsla í ágúst 2025 var samtals 1.849 tonn, jafn mikil og í ágúst á síðasta ári. Nautakjötsframleiðslan var hins vegar 7% minni en á móti var óvenju miklu slátrað af hrossum í ágúst eða 922 gripum. Útungun alifugla til kjötframleiðslu var 538.943 stk., rúmlega 3% meiri en í ágúst 2024.