FRÉTT IÐNAÐUR 17. SEPTEMBER 2020

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan september 2020, er 148,4 stig (desember 2009=100) og hækkar um 0,3% frá fyrri mánuði. Innflutt efni hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,2%). Innlent efni hækkaði um 0,2% (0,1%). Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,4%. Vísitalan gildir í október 2020.

Fyrirhugaðar breytingar á framsetningu efnis í veftöflum
Hagstofa Íslands mun í byrjun október uppfæra uppsetningu taflna (PX) með talnaefni fyrir vísitölu byggingarkostnaðar. Uppfærslan nær eingöngu til útlits og uppsetningar taflnanna en talnaefni helst óbreytt. Með breytingunni er leitast við að auka samræmi í uppsetningu talnaefnis og auðvelda notkun.

Breytingarnar munu hafa í för með sér að þeir notendur sem nú þegar nota API-þjónustu Hagstofunnar til þess að skoða talnaefni um vísitölur munu þurfa að uppfæra tengingar sínar sem þó munu verða einfaldari fyrir vikið. Tengingar í eldri uppsetningu fyrir API þjónustu verða virkar í skamman tíma svo tækifæri gefist til uppfærslu.

Nánari upplýsingar um helstu breytingar verða birtar þegar uppfærslan á sér stað.

Notendur vísitölu byggingarkostnaðar, sem hafa áhuga á að kynna sér nýtt útlit töfluefnisins fyrirfram, geta sent tölvupóst á byggingarvisitala@hagstofa.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og örstutt lýsing á því hvernig notkun talnaefnisins er háttað. Í kjölfarið munu þeir fá senda slóð á vinnsluútgáfu af töflunum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang byggingarvisitala@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.