FRÉTT IÐNAÐUR 21. MAÍ 2004

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan maí, er 299,8 stig (júní 1987=100) og hækkar um 2,22% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir júní. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 959 stig.
     Meginhluti hækkunarinnar er vegna nýlegra samninga Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Þar gætir áhrifa þess að taxtar eru færðir nær greiddum launum. Þetta endurspeglar launaskrið og yfirborganir undanfarin misseri sem ekki hefur verið unnt að mæla í vísitölunni fyrr en nú.
     Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,0%.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.