FRÉTT IÐNAÐUR 01. JÚLÍ 2009

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna sem er aukning um rúma 160 milljarða króna frá árinu 2007 og 10,6% aukning að raungildi. Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 án fiskafurða og framleiðslu málma voru tæpir 187 milljarðar króna samanborið við 174 milljarða króna árið 2007, sem er aukning um rúma 13 milljarða milli ára. Hlutdeild einstakra atvinnugreina í söluverðmæti framleiðsluvara er nokkuð stöðug milli áranna 2007–2008 fyrir utan mikla aukningu í framleiðslu málma þar sem verðmæti seldrar framleiðslu jókst um rúma 106 milljarða króna milli ára. Af einstökum atvinnugreinum er hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruframleiðslu stærst, 43,0%, þar af vegur framleiðsla fiskafurða þyngst, 29,7% af heildarverðmæti seldra framleiðsluvara.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju hefti Hagtíðinda sem Hagstofa Íslands gefur út í dag um verðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008.

Verðmæti seldra framleiðsluvara 2008 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.