FRÉTT IÐNAÐUR 02. JÚLÍ 2007

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2006 var 357 milljarðar og er það aukning um tæpan 61 milljarð frá árinu 2005. Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2006 án fiskvinnslu var 242 milljarðar samanborið við 195 milljarða árið 2005, sem er aukning um rúma 47 milljarða milli ára. Í 13 atvinnugreinum af 17 jókst verðmæti seldra framleiðsluvara. Hlutdeild atvinnugreina í söluverðmæti framleiðsluvara er stöðug milli áranna 2005–2006 þar sem hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst með 49,5% af heildarverðmæti árið 2006, þar af 32,2% vegna fiskvinnslu.

Verðmæti seldra framleiðsluvara 2006 - útgáfa

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.