FRÉTT IÐNAÐUR 02. NÓVEMBER 2005

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2004 var 302 milljarðar og er það aukning um tæpa 20 milljarða miðað við árið 2003. Í 13 atvinnugreinum af 17 jókst söluverðmæti, mest í framleiðslu á lækninga- og rannsóknatækjum (48,9%) en samdráttur var mestur í fata- og leðuriðnaði (-14,8%). Hlutdeild atvinnugreina í söluverðmæti framleiðsluvara er stöðug á tímabilinu 2003–2004 en hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar er langmest. Árið 2004 nam hún 55,1% af heildarverðmæti, þar af 37,4% vegna fiskvinnslu. 

Verðmæti seldra framleiðsluvara 2004 - Hagtíðindi

Talnaefni

XMLImportwindows-1252124HTTP://www.hagstofa.is/temp/hitastig.asp0false

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.