FRÉTT FYRIRTÆKI 18. SEPTEMBER 2015

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í maí og júní 2015 nam 683 milljörðum króna sem er 10,9% aukning miðað við sama tímabil árið 2014. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 9,0% samanborið við 12 mánuði þar áður. Veltan hefur aukist mest í flokknum námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu. Mikil veltuaukning er einnig í framleiðsla annarri en fiskvinnslu, byggingastarfsemi og rekstri gisti- og veitingastaða.

Virðisaukaskattsvelta
  maí - jún   júlí - júní  
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
Alls 616.100 683.421 10,9% 3.379.006 3.681.997 9,0%
01/02 Landbúnaður og skógrækt 15.606 15.289 -2,0% 47.265 47.995 1,5%
B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 877 979 11,6% 4.056 5.094 25,6%
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 58.002 65.292 12,6% 367.243 393.379 7,1%
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu 108.804 123.279 13,3% 600.597 711.087 18,4%
D/E Veitustarfsemi 24.332 28.281 16,2% 151.476 169.451 11,9%
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 28.148 35.522 26,2% 149.309 173.334 16,1%
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 201.381 214.057 6,3% 1.115.362 1.167.566 4,7%
H Flutningar og geymsla 61.288 71.325 16,4% 339.665 353.489 4,1%
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 21.109 24.916 18,0% 104.304 121.510 16,5%
J Upplýsingar og fjarskipti 28.734 28.667 -0,2% 161.225 166.877 3,5%
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga 10.494 11.376 8,4% 59.193 65.707 11,0%
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 21.082 23.514 11,5% 120.060 132.759 10,6%
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 16.416 18.535 12,9% 72.967 83.679 14,7%
Aðrir bálkar 19.828 22.390 12,9% 86.284 90.069 4,4%

 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.