FRÉTT FYRIRTÆKI 24. JÚLÍ 2018

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.322 milljarðar á tímabilinu maí 2017 til apríl 2018 sem er 6,8% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu mars–apríl 2018 var veltan 694 milljarðar eða 7,2% hærri en sömu mánuði árið áður.

Hægir á aukningu í ferðaþjónustu
Almennt eykst velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu en aukningin er ekki eins hröð og hún hefur verið undanfarin ár. Velta í bílaleigu minnkaði aðeins milli ára og var 2,5% lægri í mars–apríl 2018 en á sama tímabili 2017. Velta þjónustu sem ekki er virðisaukaskattskyld er ekki talin með hér. Dæmi um slíka þjónustu er áætlunarflug innanlands og akstur leigubifreiða. Til ársloka 2015 var þjónusta ferðaskrifstofa, hestaleiga og allir farþegaflutningar innanlands undanþegin virðisaukaskatti.

Verslun með fisk komin í fyrra horf
Mesta hækkun milli ára var í heild- og umboðsverslun með fisk og var veltan í mars–apríl 2018 sú sama og sömu mánuði árið 2016. Vegna verkfalls sjómanna var velta í þessari grein óvenju lág fyrri hluta árs 2017.

Minni bílasala en meiri viðgerðir
Sala á vélknúnum ökutækjum var 10% lægri á tímabilinu mars–apríl 2018 en sömu mánuði árið á undan. Á sama tímabili jókst velta í bifreiðaviðgerðum og viðhaldi um 16%. Minni bílasölu má rekja til þess að bílaleigur keyptu mun færri nýja bíla í vor en fyrir ári síðan.

Upplýsingatækni og fjarskipti
Velta í upplýsingatækni og fjarskiptum jókst um 15% milli ára, aðallega vegna aukningar í hugbúnaðarframleiðslu og gagnahýsingu.

Meiri umsvif fasteignafélaga
Virðisaukaskattskyld velta fasteignafélaga jókst um 13% milli ára. Leiga íbúðarhúsnæðis er ekki virðisaukaskattskyld og því ekki talin með hér.

Tafla 1. Virðisaukaskattsvelta (milljarðar króna)
  Mars-apríl 2017 Mars-apríl 2018 Breyting, % Maí 2016-apríl 2017 Maí 2017-apríl 2018 Breyting, %
Alls án lyfjaframleiðslu¹ 647 694 7,2 4.047 4.322 6,8
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt²         •         •         • 51 51 0,2
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 59 61 3,5 320 344 7,3
C-24 Framleiðsla málma 62 65 5,3 398 414 4,1
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma 38 38 0,6 205 228 11,4
D/E Veitustarfsemi 28 30 6,2 164 174 6,2
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 46 50 10,6 297 333 12,2
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja 29 27 -5,0 163 174 6,9
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk 34 41 22,5 207 209 1,1
G-4671 Olíuverslun 19 19 -1,1 116 124 7,0
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun 53 57 6,7 340 349 2,7
G-47 Smásala 68 74 8,3 435 467 7,2
H Flutningar og geymsla 67 74 9,3 432 470 8,8
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 26 27 1,9 181 192 5,7
J Upplýsingar og fjarskipti 32 37 15,3 192 204 6,0
L Fasteignaviðskipti 12 14 12,9 78 83 7,0
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum 7 7 -2,5 48 52 8,9
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur 14 15 2,8 103 108 5,3
Aðrar atvinnugreinar 51 57 11,1 318 345 8,7
¹Virðisaukaskattskyld velta er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein.
²Flestir bændur skila virðisaukaskatti hálfsárslega. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar.

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar í maí var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, talin vera 617,5 milljarðar króna í janúar og febrúar 2018 sem var 12,8% hækkun frá sömu mánuðum árið 2017. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, á þessu tímabili er talin vera 618,1 milljarður sem er 12,9% hækkun milli ára. Fjallað er um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum og tölulegar upplýsingar um breytingar á þegar birtum hagtölum eru í endurskoðun hagtalna.

Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.