FRÉTT FYRIRTÆKI 16. NÓVEMBER 2018

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.443 milljarðar á tímabilinu september 2017 til ágúst 2018, sem er 8,9% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan.

Á tímabilinu júlí-ágúst 2018 var veltan 811 milljarðar eða 8,8% hærri en sömu mánuði árið áður. Á sama tímabili jókst veltan í framleiðslu málma um 20,4%, velta í olíuverslun um 15,1% og velta í fasteignaviðskiptum um 14%,1. Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja lækkaði um 0,9%.

Útflutningshneigð
Í tölum um virðisaukaskatt má sjá útflutningshneigð einstakra atvinnugreina því útflutningur er undanskilin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).

Undanfarin ár hefur undanþegin velta, þ.e. útflutningsverðmæti, hugbúnaðargeirans aukist jafn og þétt. Framan af jókst einnig fjöldi launþega í greininni, en síðan um mitt ár 2017 hefur þeim fækkað og eru nú um 8% færri launþegar en fyrir ári síðan.

Hugbúnaðargerð, undanþegin velta (útflutningur)  í milljörðum króna

Atvinnugreinin „framleiðsla á vélum fyrir matvæla- og drykkjarvöruvinnslu„ hefur þróast á annan hátt en hugbúnaðargerð. Útflutningsverðmæti hefur verið sveiflukenndara, svo og fjöldi launþega. Seinustu tvö ár hefur launþegum í greininni fjölgað um 10% á ársgrundvelli.

Framleiðsla á vélum fyrir matvæla- og drykkjarvöruvinnslu, undanþegin velta (útflutningur) í milljörðum króna

Virðisaukaskattsvelta (milljarðar króna)
 Júlí-ágúst 2017Júlí-ágúst 2018Breyting, %Sept. 2016-ágúst 2017Sept. 2017-ágúst 2018Breyting, %
Alls án lyfjaframleiðslu¹7458118,8 4.0794.4438,9
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt²......51511,3
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða515710,8 30935414,5
C-24 Framleiðsla málma364420,4 21024316,1
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma68737,4 4004235,8
D/E Veitustarfsemi273011,5 1661818,6
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr j58638,4 30734311,7
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja2929-0,91671691,1
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk31335,5 19621510,0
G-4671 Olíuverslun252815,1 1171299,5
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun57616,5 3423564,2
G-47 Smásala82842,0 4414706,6
H Flutningar og geymsla9810810,4 43649213,0
I Rekstur gististaða og veitingarekstur46471,8 1861954,4
J Upplýsingar og fjarskipti293312,7 19321210,1
L Fasteignaviðskipti141614,1 79879,9
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum13131,0 50511,5
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur293210,7 1051138,0
Aðrar atvinnugreinar516118,0 32435710,4
¹Virðisaukaskattskyld velta er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein.
²Margir bændur skila virðisaukaskattskýrslu hálfsárslega og hafa lengri skilafrest en aðrir. Því eru ekki komnar áreiðanlegar tölur um veltu í landbúnaði og skógrækt fyrri helming árs 2018.

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar í september var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, talin vera 808,5 milljarðar króna í maí og júní 2018, sem var 6,7% hækkun frá sömu mánuðum árið 2017. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, á þessu tímabili er talin vera 810,4 milljarðar, sem er 7,0% hækkun milli ára. Fjallað er um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum og tölulegar upplýsingar um breytingar á áður útgefnum hagtölum eru í endurskoðun hagtalna.

Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.