FRÉTT FYRIRTÆKI 29. MARS 2021

Heildartekjur í viðskiptahagkerfinu, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, voru tæplega 4.600 milljarðar króna árið 2019 samanborið við 4.500 milljarða árið 2018. Hækkunin var því 2,2% mælt á verðlagi hvers árs. Eigið fé jókst um 9,3% frá 2018 og var í lok árs 2019 rúmlega 3.600 milljarðar.

Helstu breytingar á milli ára, þegar horft er til hlutfallslegrar hækkunar heildartekna, eru í fiskeldi þar sem heildartekjur jukust um tæp 50%, í heildverslun um 9,4%, í sjávarútvegi um 8% og í tækni- og hugverkaiðnaði um 7,8%. Tekjur í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi drógust saman um 9,2% frá árinu 2018. Munar þar mestu um 20% samdrátt í farþegaflutningum með flugi. Tekjur drógust einnig saman í framleiðslu málma eða um 8,2% á milli ára.

Hagnaður samkvæmt ársreikningum í viðskiptahagkerfinu var 263 milljarðar króna árið 2019 og lækkaði um 0,7% frá árinu 2018 þegar hann var 265 milljarðar. Hagnaður lækkaði talsvert í framleiðslu án fiskvinnslu, úr 37 milljörðum árið 2018 í 6 milljarða árið 2019 eða um 85%. Þar hefur mikil áhrif aukið tap í framleiðslu málma, úr þriggja milljarða tapi árið 2018 í 30 milljarða tap árið 2019. Hagnaður jókst í heildverslun um 6 milljarða, eða 29% á milli ára, og í smásöluverslun um tvo milljarða eða 7%. Þá jókst hagnaður í sjávarútvegi um 4,6 milljarða eða 10%.

Eiginfjárstaða í hagkerfinu batnaði eins og fyrr segir og jókst um rúma 300 milljarða króna á milli ára. Eigið fé í tækni- og hugverkaiðnaði jókst um rúma 68 milljarða (21%) og í sjávarútvegi um 46 milljarða eða 13,5%.

Breytingar á völdum liðum í stærri atvinnugreinum má sjá í töflu hér að neðan.

Valdir liðir úr rekstrar- og efnahagsreikningum. Milljarðar króna.
  Heildartekjur Hagnaður skv. ársreikning Eigið fé
  2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting
Viðskiptahagkerfið, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, sorphirðu, fjármála- og vátryggingastarfsemi4.4834.5832%265263-1%3.3093.6189%
Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum6907569%182429%13316121%
Framleiðsla, án fiskvinnslu og lyfjaframleiðslu669658-2%376-85%53959410%
- Framleiðsla málma249229-8%-3-30 -259237-9%
Einkennandi greinar ferðaþjónustu á Íslandi691627-9%-61 -14816311%
Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum4654854%18207%1311396%
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð og starfsmannaleigur4164272%2624-5%12314115%
Tækni- og hugverkaiðnaður3583868%3730-17%32138921%
Sjávarútvegur3363638%475210%34238813%
Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi1701827%2117-20%28331411%
Veitustarfsemi1621715%414612%6887469%
Upphæðir eru á verðlagi hvers árs.
*Inniheldur áætlaðar tölur fyrir félög í flugrekstri 2018.

Um gögnin
Rekstrar- og efnahagsreikningar eru unnir úr skattframtölum rekstraraðila og telja rúmlega 33.500 aðila árið 2019 með um 126 þúsund launþega. Tölur fyrir árið 2019 eru bráðabirgðatölur og verða uppfærðar við næstu útgáfu. Gögnin innihalda eingöngu þá aðila sem skilað hafa skattframtali.

Fyrir tímanlegri upplýsingar gefur Hagstofa Íslands einnig út tölur um virðisaukaskattskylda veltu eftir atvinnugreinum ásamt mánaðarlegum tölum um fjölda starfandi. Þá eru einnig gefnar út tölur um fjölda launþega og fjölda launagreiðenda.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.