FRÉTT FYRIRTÆKI 25. JÚLÍ 2011


Í júní 2011 voru skráð 145 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 150 einkahlutafélög í júní 2010, sem jafngildir um 3% fækkun á milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 841 fyrstu 6 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um rúm 6% frá sama tímabili árið 2010 þegar 899 ný einkahlutafélög voru skráð.

Í júní 2011 voru 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 99 fyrirtæki í júní 2010, sem jafngildir rúmlega 38% fjölgun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 6 mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 839 sem er um 51% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 555 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.